Ég finn ekkert bikiní sem mig langar í svo ég er að hugsa um að hekla mér bara eitt:
Þessi uppskrift er einmitt á netinu, fann hana á einum linknum á þessari stórskemmtilegu síðu:
http://prjona.net/
Þá er bara að velja rétta garnið....
19 júní, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Mér finnst lufsan frá Victorias Secret flottari :p.
Kannski er ég bara svona öfundsjúk því ég gæti ekki heklað svona, en ég mæli með ferð í Smáralindina.
annars þarf ég að fá aðstoð hjá þér fyrr en síðar útaf eins og einu strákateppi :-)
Húsmóðirin í Kópo
Sko þessi mynd böggar mig svoldið - er þetta barbíbikiní? meina er þetta barbídúkka? Svo fór ég líka að spá, hvað gerist eiginlega þegar þetta blotnar :o??
Tjahh.. þetta er allvega dúkkumódel, svo það gæti svosem verið. Kannski er þetta bara hannað fyrir kynlífsdúkkur, eins og mig :D
... og þú þarna í Kópó, hjálpa þér með teppið þegar ég kem í matarboðið sem þú skuldar fyrir íslenskukennsluna ;)
Djö...sexí alveg sniðið á þig. Mana þig með heklunálina.
Sé þig fyrir mér koma upp úr Laugardalslauginni....dálítið þyngri á þér en þegar þú fórst ofan í.....því bikiníið dregur svo mikið í sig!
Kannski tilvalið einmitt til að sóla sig í á bakkanum!
Skrifa ummæli