12 júlí, 2008

Lúxusblogg

Segi það nú ekki - auðvitað þarf ég að versla í matinn og jafnvel elda af og til. Þó það nú væri, með þessa fínu aðstöðu hérna í Sumarhöllinni. Mitt helsta lúxusvandamál þessa dagana er þó hvort ég eigi að lesa í bók eða prjóna. Eða jafnvel fara í heimsókn með pjónana og kjafta í leiðinni sem er enn betra. Ekki amalegt það.

5 ummæli:

Birgitta sagði...

Bara fá þér hljóðbók - hlusta á hana, prjóna og spjalla við mig á msn á sama tíma :p.

Njóttu bara mín kæra :o).

Nafnlaus sagði...

Þetta er það sem við köllum hið ljúfa líf!:)Njóttu þess bara....!

Nafnlaus sagði...

Vertu velkomin í heimsókn með prjónana. Við getum hóað í Siggu J.K og haft það huggulegt hér, með prjónana ;)
Kv Sóley hin síprjónandi

Meðalmaðurinn sagði...

Birgitta, er enn að safna 3.og 4. hendinni til að geta prjónað og kjaftaða á msn á sama tíma- komnir smá nabbar út úr hliðunum (nema þetta sé helv. hliðarspikið)
Sóley, hljómar alveg hrikalega vel ;)

Birgitta sagði...

Sorglegt að líkaminn skuli vera svona langt á eftir heilanum í þróun. Er nefnlega alveg viss um að heilinn réði alveg við þetta allt saman ;)