Það er bara með ólíkindum að barn sem heitir Rökkvi sé svona myrkfælinn. Ekki bara það, heldur á hann mjög erfitt með að sofna og er lengi að því svo hann hefur eilífðartíma til að hræðast. Hvað er til ráða?
(Er búin að prófa ýmislegt í gegnum tíðina)
31 ágúst, 2008
29 ágúst, 2008
Það hvessir
Jú það hvein hressilega í Stigahöllinni í nótt og í morgun... og gerir reyndar enn. Ég heyrði líka fréttirnar um fjúkandi trampólin og stillansa. En komm onn - við erum nú ekkert of góð til að trítla hérna yfir holtið í skólann.
Ég og miðjan leiddum Stubbinn á milli okkar og héldum fast í hvort annað til að enginn fyki í burtu. Svo lofaði ég að koma á bílnum að sækja þau eftir skóla ef það væri ekki búið að lægja all svakalega.
Regn- og roktímabilið er greinilega hafið.
Ég og miðjan leiddum Stubbinn á milli okkar og héldum fast í hvort annað til að enginn fyki í burtu. Svo lofaði ég að koma á bílnum að sækja þau eftir skóla ef það væri ekki búið að lægja all svakalega.
Regn- og roktímabilið er greinilega hafið.
28 ágúst, 2008
Yndið mitt og fleiri sætir strákar
Stubbur og besti vinur aðal á Árbæjarsafni í júlí - Geggjað veður og stuttu síðar voru þeir komnir á naríurnar að hlaupa í gegnum úðarann.
Þarna eru nú góður hópur á ferð, frændur að labba í Nexus í svo góðu veðri að það þurfti að klippa neðan af buxum hjá sumum og kaupa stuttbuxur á aðra.
Þessi má nú ekki vera útundan, hann labbaði bara alltaf aðeins á eftir hinum
En hann jafnaði sig aldeilis á skólaleiðanum Stubburinn og neitaði að koma heim með mér þegar ég sótti hann í gær - hann ætlaði sko að klára daginn og fara í Frístund líka. Hann vaknaði svo eiturhress í morgun og bullaði alla leiðina í skólann - Hve lífið er gott!
27 ágúst, 2008
Raunir
Sól í morgun þegar ég dró Stubbinn nauðugan í skólann á fyrsta degi. Núna er hins vegar rigning og engin pollaföt í töskunni, hvað þá stígvél. Stefnir í blautan Stubb að róta eftir pöddum eftir hádegi á fyrsta skóladegi. Vona að hann verði í betra skapi í fyrramálið.
25 ágúst, 2008
Back to reality
Hefum löngum dáðst að systur minni, kennaranum, hversu skynsamlega skipulögð hún er. Gengur að títuprjónum jafnt og einkunnaspjöldum sona sinna á vísum stað. Auk þess lætur hún sér ekki nægja að kaupa merkimiða með nöfnum drengjanna og símanúmeri, hún saumar þá líka á.
Það er því ljóst að ég er komin á síðustu metrana í mínu kennaranámi. Sat í gærkvöldi með fangið fullt af húfum, vettlingum og jökkum og saumaði í það miðana sem systir mín pantaði einu sinni fyrir mig og færði mér. Held að það séu alveg komin 3 ár síðan.
Það er því ljóst að ég er komin á síðustu metrana í mínu kennaranámi. Sat í gærkvöldi með fangið fullt af húfum, vettlingum og jökkum og saumaði í það miðana sem systir mín pantaði einu sinni fyrir mig og færði mér. Held að það séu alveg komin 3 ár síðan.
23 ágúst, 2008
Menningar hvað
Matarboð í kvöld. The Usual Suspects. Ætlaði aldeilis að vera skipulögð, lagði lundir í krydd, saxaði grænmeti, græjaði sósuna. Allt reddí og kíkja svo í bæinn og redda eldamennskunni á hálftíma - Tónleikarnir í bakgarðinum byrja um sjö svo það er matur um sex.
Þegar ég leit út um gluggann um hálf-fjögur var skollið á með ekta Reykjavíkurveðri sem hefur reyndar ekki sést í háa herrans tíð. Rok og rigning punktur is. Ósköp er notalegt að vera bara inni og stússa í matseld.
Ef veðrið lagast ekki getum við hlustað á tónleikana án þess að blotna inni í stofu. Þurfum ekki einu sinni að opna út á svalir.
Þegar ég leit út um gluggann um hálf-fjögur var skollið á með ekta Reykjavíkurveðri sem hefur reyndar ekki sést í háa herrans tíð. Rok og rigning punktur is. Ósköp er notalegt að vera bara inni og stússa í matseld.
Ef veðrið lagast ekki getum við hlustað á tónleikana án þess að blotna inni í stofu. Þurfum ekki einu sinni að opna út á svalir.
19 ágúst, 2008
Ég er svöng
Ég óttast að næst-besta vinkona mín s.l. 3 ár sé að gefa upp öndina. Hún hefur lent í þó nokkrum hremmingum síðan við kynntumst fyrst og ég hreinlega þori ekki með hana í fleiri tékk. Því fleiri tékk sem hún fer í, þeim mun meira af óhugnaði finnst inni í henni og oftar en tvisvar hefur hún lent á bráðamóttökunni í kjölfarið, á versta tíma.
Þess vegna sit ég bara og bíð og vona að við ljúkum saman þessum síðustu tveim önnum í Kennaraháskólanum... nei úbbossí, heitir víst Háskóli Íslands núna, Menntavísindasvið.
En þá horfir þetta öðruvísi við:
Nýr skóli = ný tölva........
Kannski ég skelli mér bara á Maccann sem mig langaði alltaf í :P
Þess vegna sit ég bara og bíð og vona að við ljúkum saman þessum síðustu tveim önnum í Kennaraháskólanum... nei úbbossí, heitir víst Háskóli Íslands núna, Menntavísindasvið.
En þá horfir þetta öðruvísi við:
Nýr skóli = ný tölva........
Kannski ég skelli mér bara á Maccann sem mig langaði alltaf í :P
14 ágúst, 2008
Hún á afmæli....
13 ágúst, 2008
Með sparsl í eyrunum
Bloggleysi undanfarinna daga má kenna of miklum samskiptum við kíttitúpur og málningardollur á kostnað þeirra mannlegu. Til að bæta úr því er ég búin að plana matarboð annaðkvöld og á föstudagskvöldið og er því óðum að taka gleði mína á ný.
Ástæðan fyrir því að ég held sönsum eru tveir sex ára guttar sem kæta mig stöðugt með samræðum sín á milli. Þeir eru svo fyndnir að ég gleymi nánast jafnóðum hvað þeir eru að bulla.
Og þó...
Stubbi sá lítið barn skríða á veitingastað og sagði systur sinni unglingnum að hún mundi nú einhverntíma eignast svona krúttlegt lítið barn. Þegar ég spurði hann hvort hann ætlaði ekki sjálfur að eignast börn þegar hann yrði eldri, svaraði hann:
"Jújú, en það er ekki eins og ÉG eignist krakkann. Ég rétti bara mömmunni eggið".
Æji þetta er svo krúttulegt að ég ætla ekkert að útskýra fyrir honum strax að hann fær ekki einu sinni að ráða yfir egginu...
Ástæðan fyrir því að ég held sönsum eru tveir sex ára guttar sem kæta mig stöðugt með samræðum sín á milli. Þeir eru svo fyndnir að ég gleymi nánast jafnóðum hvað þeir eru að bulla.
Og þó...
Stubbi sá lítið barn skríða á veitingastað og sagði systur sinni unglingnum að hún mundi nú einhverntíma eignast svona krúttlegt lítið barn. Þegar ég spurði hann hvort hann ætlaði ekki sjálfur að eignast börn þegar hann yrði eldri, svaraði hann:
"Jújú, en það er ekki eins og ÉG eignist krakkann. Ég rétti bara mömmunni eggið".
Æji þetta er svo krúttulegt að ég ætla ekkert að útskýra fyrir honum strax að hann fær ekki einu sinni að ráða yfir egginu...
08 ágúst, 2008
07 ágúst, 2008
Réttlátir og ranglátir
Ég er ekki sátt við hugtakið "að sofa svefni hinna réttlátu". Þýðir það að ég sé eitthvað óréttlát þegar ég er andvaka? Nú er ég þeim ósköpum gædd að hafa erft andvökugen föður míns og borið það áfram til frumburðar og síðburðar (býst ekki við að þetta sé til en hann er væntanlega síðasta barnið sem ég ber undir belti).
Hef undanfarið velt þessu fyrir mér þar sem ég ligg andvaka um miðjar nætur með Gítarleikarann við hlið mér. Ég veit ekki til þess að hann sé neitt réttlátari en ég þó hann sofi alltaf svefni hinna réttlátu. Þetta er bara óréttlátt.
Hef undanfarið velt þessu fyrir mér þar sem ég ligg andvaka um miðjar nætur með Gítarleikarann við hlið mér. Ég veit ekki til þess að hann sé neitt réttlátari en ég þó hann sofi alltaf svefni hinna réttlátu. Þetta er bara óréttlátt.
06 ágúst, 2008
Skortur á hugmyndaauðgi
Hitti gamla bekkjarsystur (sem er alls ekki gömul) í sumar sem sagði mér að henni þætti gaman að lesa bloggið mitt, m.a. af því að það væri stutt og hnitmiðað. Ég er greinilega farin að vera aðeins OF spör á orðin því að bloggin mín eru eitthvað að misskiljast. Samanber komment Syngibjargar um bíóferðina og svo hringdi mamma í morgun og spurði mig hver væri þessi uppáhaldsfrænka í Litalandi. Jæja. Ég ætla samt að halda áfram að vera stuttorð og þið verðið bara að leggja aðeins á ykkur að lesa í merkinguna.
Annars er ég á fullu að reyna að gera gagn þar sem ég er í fríi, gengur misvel. Skápurinn er orðinn rauður og Britannican komin í hann, vantar bara að græja hurðina en það ætlar Gítarleikarinn að sjá um. Ég réðist á stóra ljóta stofugluggann þar sem ég þar líklega að notast við hann eitthvað lengur.
Þetta er leiðindablogg enda er ég eitthvað andlaus þessa dagana. Þó ég andi enn.
Annars er ég á fullu að reyna að gera gagn þar sem ég er í fríi, gengur misvel. Skápurinn er orðinn rauður og Britannican komin í hann, vantar bara að græja hurðina en það ætlar Gítarleikarinn að sjá um. Ég réðist á stóra ljóta stofugluggann þar sem ég þar líklega að notast við hann eitthvað lengur.
Þetta er leiðindablogg enda er ég eitthvað andlaus þessa dagana. Þó ég andi enn.
05 ágúst, 2008
Rautt, rautt, rautt....
Jæja. Þá er ég búin að labba með Stubb til uppáhaldsfrænkunnar (sem hann stakk upp á í morgun að skýra húsið okkar í höfuðið á), þá í Litalanda á Grensásvegi og er nú komin heim með rauða málningu í poka. Gítarleikarinn setti upp dyrabjöllu í gær svo það er allt að gerast. Best að skella sér í málningargallann.....
02 ágúst, 2008
Móðir, hvar er barnið þitt?
Hefði ég orðið þokkalega pirruð að komast að því að minn fyrrverandi hefði byrjað pabbahelgina á því að fara með 5 ára guttann og unglingsstúlkuna á nýju Batman myndina?
ööööööööööö jjjjá!!!
Jókerinn er sko fóður í margar martraðir á komandi haustkvöldum.
ööööööööööö jjjjá!!!
Jókerinn er sko fóður í margar martraðir á komandi haustkvöldum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)