Ég óttast að næst-besta vinkona mín s.l. 3 ár sé að gefa upp öndina. Hún hefur lent í þó nokkrum hremmingum síðan við kynntumst fyrst og ég hreinlega þori ekki með hana í fleiri tékk. Því fleiri tékk sem hún fer í, þeim mun meira af óhugnaði finnst inni í henni og oftar en tvisvar hefur hún lent á bráðamóttökunni í kjölfarið, á versta tíma.
Þess vegna sit ég bara og bíð og vona að við ljúkum saman þessum síðustu tveim önnum í Kennaraháskólanum... nei úbbossí, heitir víst Háskóli Íslands núna, Menntavísindasvið.
En þá horfir þetta öðruvísi við:
Nýr skóli = ný tölva........
Kannski ég skelli mér bara á Maccann sem mig langaði alltaf í :P
19 ágúst, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ég held að meðallíftími hjá fartölvum sé einmitt 3 ár svo þú þarf ekkert að hafa samviskubit yfir því að fá þér eitt epli.
Úff ekki er það nú langur líftími - sérstaklega ekki á tölvu sem er búin að vera lasin frá upphafi. Spurning um að henda henni í hausinn á þeim og heimta nýja.
Í Makkaheiminum getur maður valið um liti.......!
Skrifa ummæli