07 ágúst, 2008

Réttlátir og ranglátir

Ég er ekki sátt við hugtakið "að sofa svefni hinna réttlátu". Þýðir það að ég sé eitthvað óréttlát þegar ég er andvaka? Nú er ég þeim ósköpum gædd að hafa erft andvökugen föður míns og borið það áfram til frumburðar og síðburðar (býst ekki við að þetta sé til en hann er væntanlega síðasta barnið sem ég ber undir belti).

Hef undanfarið velt þessu fyrir mér þar sem ég ligg andvaka um miðjar nætur með Gítarleikarann við hlið mér. Ég veit ekki til þess að hann sé neitt réttlátari en ég þó hann sofi alltaf svefni hinna réttlátu. Þetta er bara óréttlátt.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mæli með jóga við andvöku :) Bókin var einmitt Margrét lærir að matbúa, ein af mínum uppáhaldsbókum þegar ég var lítil (eins og auðvitað allar Margrétar bækurnar).

Nafnlaus sagði...

Sammála þessu með andvökur og réttláta. Er eitthvað réttlæti í því að liggja andvaka vegna hrotuóhljóða frá hinum ,,réttláta" maka? Sem meðal annarra orða sefur eins og ,,ungabarn".
Mín börn sofa miklu betur eftir að þau hættu að vera ungabörn!
Kv Sóley