29 september, 2008

Hugsanalestur

Ég veit ekki hvort ég sagði frá því hérna í sumar, en þá sá ég bók í Nexus sem mig langaði að eignast. Þetta var teiknimyndaútgáfa af Kóralínu eftir Neil Gaiman sem mér leist svona assgoti vel á, en fór engu að síður tómhent heim.
Daginn eftir kom póstur frá amazon.com þar sem mælt var sérstaklega með þessari bók fyrir mig.

Ég er búin að vera að íhuga undanfarið hvort við Miðjan eigum að segja upp áskriftinni að Galdrastelpum, en ekki búin að koma því í verk.
Í dag kom pakki til Miðjunnar, Galdrastelpudagbókin, þar sem henni var boðin þessi fallega heimsenda bók að gjöf með þakklæti fyrir trúmennskuna.

Ég er farin að halda að það sé einhver alheimsandi sem les hugsanir mínar og sé að stríða mér. Kannski að benda mér á að ég eyði of miklum tíma á netinu....

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Spúkí

Birgitta sagði...

Segir þér bara hvað þú er lík okkur hinum (þó þú sért nú alveg einstök). Allir sem kaupa bækur eins og þú hafa gaman af Kóralínu, allir sem eru áskrifendur að Galdrastelpunum eru að segja upp áskrift (eins og þú varst að spá) og voila! :)

Meðalmaðurinn sagði...

Hvernig get ég látið þig hætta að apa eftir öðrum, þegar ég minnist þess og veit að þú ert komin af öpum... hlaut að vera skýring á þessu!

Nafnlaus sagði...

ÉG held að það hljóti að vera fylgst með konu sem býr í spúkí fuglahúsi með forsetasvölum - mér finnst bara ekki annað hægt! ;)

Syngibjörg sagði...

vááá hef upplifað margar svona uppákomur....it runs in the family you know;D