26 nóvember, 2008

Eldur

Það er að kólna svo hressilega úti að ég fór upp í skáp og gróf út gömlu lúnu dúnúlpuna mína. Núna er hún að veltast í þurrkaranum. Svo kveikti ég á öllum kertum og fór í ullarsokkana sem ég stal óvart frá Höllu. Og kveikti upp í arninum. Held ég fari niður að lesa eitthvað óspennandi námsefni, það hlýtur að verða skemmtilegt í svona notalegheitum!

5 ummæli:

Anna Malfridur sagði...

Mmm hljómar vel.
Hérna er oft kalt í íbúðinni og þá gerum við Hildur einmitt svipað, ullarsokkar og köflóttu flísteppin (hvað annað en köflótt þegar maður býr í Skotlandi?) en svo keyptum við okkur líka svakalega fluffy og hlýja náttsloppa og erum eins og tveir stórir sykurpúðar þegar við erum komnar í þá :)
Öfunda þig samt helling af eldinum...

Meðalmaðurinn sagði...

Já eldurinn er bestur, samt eins gott fyrir tvo köflótta sykurpúða að hætta sér ekki of nálægt honum skal ég segja þér - mikil bráðnunarhætta!

Nafnlaus sagði...

þú ert svo kósý smarta mín :) kv. Arna

Nafnlaus sagði...

Er þetta nokkuð ljósblái millettinn sem að þú fannst? kv f

Meðalmaðurinn sagði...

Nei, átti aldrei svoleiðis ríkidæmi, þetta er hvíta tímabilið 2002..