Ég er ekki skúringartýpan. Ekki týpan sem finnst ekkert mál að "renna yfir gólfin", mér finnst það nefnilega meiriháttar aðgerð. Heyri stundum konur segja si svona: Þegar ég kom heim úr vinnunni blöskraði mér svo draslið að ég tók til í eldhúsinu, þurrkaði af öllu, ryksugaði og skúraði gólfin. Jiminn góður, þetta er spurning um svona minnst 10 tíma prósess hjá mér og alls ekki verkefni sem ég skutla mér í eftir vinnu. Mér finnst allt í lagi að þurrka af og taka til, píni mig stundum til að ryksuga en þá er líka nóg komið, meika ekki að skúra. Enda er parketið mitt alveg einstaklega vel með farið, skítablettir og ryk fara nefnilega mun betur með parkett en skúringaruskan.
Síðan ég kom heim eftir sex vikna útlegð í sveitinni hef ég verið haldin tiltektarveikinni. Hjá mér felst hún einna helst í því að því meira sem ég tek til, því meira drasl verður í kringum mig. Ég þarf nefnilega að rífa út úr öllum skápum og breyta skipulaginu í leiðinnni þegar ég er í þessum ham. Þetta herjar yfirleitt á mig í nokkra daga (uppsveifla) svo þegar ég sé að ekkert haggast gefst ég upp og leggst í leti (niðursveifla). Með reynslunni hef ég lært að best er að leyfa letinni að ríkja um stund. Ég lenti nefnilega í því eftir síðasta kast að fá svo hrikalega í bakið að ég hélt ég væri bara á leið í aðgerð...
Besta leiðin til að halda bakheilsu meðfram tiltektarveikinni er semsagt að hvíla sig inn á milli (t.d. með því að setjast við tölvuna), eiga letidag og síðast en ekki síst; sleppa því að skúra. Verð samt að ljúka þessari tiltekt áður en haustið fellur á með sínar skyldur... og geymslan er enn eftir.
11 ágúst, 2006
10 ágúst, 2006
Lægð
Hef ákveðið að gera ekkert í dag nema ég nenni því, það er sko bara ofdekur! Fór með stubbaling hálfvælandi á leikskólann í morgun, býst við að ná honum ekki með mér heim á eftir. Við krúsímús löbbuðum svo í myndavélaland og sóttum tvær filmur í framköllun og fórum með eina. Settumst svo inn í bakarí og fengum okkur morgunkaffi. Ósköp var það nú notalegt.
Síðan þá hef ég ekki gert baun. Langaði mest að fara í vídeóleiguna og ná mér í mynd til að liggja yfir í letikastinu mínu, en fannst það slæm fyrirmynd fyrir ungviðið sem er að leika sér. Þær færðu mér hálfa samloku (hornskorna) með pítusósu og gúrku á diski, og ribena djús í glasi inn í tölvu áðan, í forrétt fékk ég örbylgjupopp í poka. Núna eru þær að búa til kókoskúlur svo að ég veit hvað ég fæ í eftirrétt... namminamm!! Bestu frænkur í heimi, ekki spurning. Þær eru líka svo dæmalaust fegnar að fá loksins að leika sér saman bara tvær, stubbalingur ekki að heimta að fá að vera með og stelpurnar í nágrannahlíðinni fjarri góðu gamni. Ég ætla að lauma mér inn í sófa með bókina mína og halda áfram að vera löt í svona klukkutíma í viðbót.
Það er gott að gera ekki neitt....
Síðan þá hef ég ekki gert baun. Langaði mest að fara í vídeóleiguna og ná mér í mynd til að liggja yfir í letikastinu mínu, en fannst það slæm fyrirmynd fyrir ungviðið sem er að leika sér. Þær færðu mér hálfa samloku (hornskorna) með pítusósu og gúrku á diski, og ribena djús í glasi inn í tölvu áðan, í forrétt fékk ég örbylgjupopp í poka. Núna eru þær að búa til kókoskúlur svo að ég veit hvað ég fæ í eftirrétt... namminamm!! Bestu frænkur í heimi, ekki spurning. Þær eru líka svo dæmalaust fegnar að fá loksins að leika sér saman bara tvær, stubbalingur ekki að heimta að fá að vera með og stelpurnar í nágrannahlíðinni fjarri góðu gamni. Ég ætla að lauma mér inn í sófa með bókina mína og halda áfram að vera löt í svona klukkutíma í viðbót.
Það er gott að gera ekki neitt....
09 ágúst, 2006
Híhíhohohaha
Stundum þarf ég bara frið og ró. Núna til dæmis er það bara alls ekki í boði, akkúrat þegar ég væri mest í stuði til að kasta mér út af og gleyma mér.
Stubbalingur byrjar aftur í leikskólanum á morgun eftir langt sumarfrí. Það verður ágætis hvíld fyrir okkur bæði. Þá ætla ég að fá mér góðan göngutúr og reyna að viðra úr mér ólundina - kannski verður hressilegt Reykjavíkurrok í boði!! Held ég sé komin með inniveikina.
Stubbalingur byrjar aftur í leikskólanum á morgun eftir langt sumarfrí. Það verður ágætis hvíld fyrir okkur bæði. Þá ætla ég að fá mér góðan göngutúr og reyna að viðra úr mér ólundina - kannski verður hressilegt Reykjavíkurrok í boði!! Held ég sé komin með inniveikina.
08 ágúst, 2006
Teningunum hefur verið kastað
Hringdi í vinnuna í dag og lét vita að mín væri ekki að vænta þar í haust. Bossinn var nottla upptekinn svo ég talaði við deildarbossinn (sem er reyndar uppáhalds hjá mér) og hún ætlaði að tala við Bossinn og heyra aftur í mér á morgun. Ó mæ hvað það verður ljúft að geta sinnt náminu á morgnana þegar börnin eru í skólanum........
Kláraði að lesa Dóttir Ávítarans í gærkvöldi, hún var mjög fljótlesin eftir bókina á undan, Sushi for Beginners. Enda er sú bók tæpar 600 bls. og stafirnir litlir. Enn eru einhverjar bækur í skúffunni og á náttborðinu sem bíða lestrar, eins gott að drífa sig áður en námsbækurnar fara að hrúgast inn. Svo sit ég bara hérna og skrifa þegar ég ætti að vera að lesa......farin........
Kláraði að lesa Dóttir Ávítarans í gærkvöldi, hún var mjög fljótlesin eftir bókina á undan, Sushi for Beginners. Enda er sú bók tæpar 600 bls. og stafirnir litlir. Enn eru einhverjar bækur í skúffunni og á náttborðinu sem bíða lestrar, eins gott að drífa sig áður en námsbækurnar fara að hrúgast inn. Svo sit ég bara hérna og skrifa þegar ég ætti að vera að lesa......farin........
Bleikt
Stelpurnar mínar hafa aldrei verið mikið fyrir bleikt, hvorug þeirra. Sem ég hef alltaf verið mjög sátt við því að mér fannst bleikt alltaf hræðilega væminn og leiðinlegur litur... jájá, sjálfsagt hef ég átt minn þátt í því að þær voru ekkert mikið að heimta bleikt. Núna erum við að lagfæra herbergi frumburðarins og þar sem hún er stödd í öðrum landshluta treysti hún móður sinni til að velja lit á herbergið. Hún vildi fá það hvítt og einn vegg bleikan.. BLEIKAN... Hún lýsti fyrir mér bleika litnum með því að vitna í púða og sitthvað fleira og ég af stað í málningarbúðina.
Mikið hlakka ég nú til að prinsessan mín komi heim og flytji inni í fína herbergið sitt með tyggjókúlubleika veggnum. Og mikið held ég að hún eigi eftir að vera ánægð og knúsa mig mikið.. ef ekki verður hún bara sjálf að mála yfir bleika vegginn. (Það er enginn litur í litakortinu hérna á blogginu nægilega bleikur, verð að láta þennan duga)
Miss you baby!!
Mikið hlakka ég nú til að prinsessan mín komi heim og flytji inni í fína herbergið sitt með tyggjókúlubleika veggnum. Og mikið held ég að hún eigi eftir að vera ánægð og knúsa mig mikið.. ef ekki verður hún bara sjálf að mála yfir bleika vegginn. (Það er enginn litur í litakortinu hérna á blogginu nægilega bleikur, verð að láta þennan duga)
Miss you baby!!
04 ágúst, 2006
frh...
Las um daginn pistil í einhverju blaði þar sem höfundur kvartaði sárlega undan þáttum sem aldrei taka enda. Nefndi hann t.d. Lost, uppáhaldsþáttinn minn, 24, sem ég hef aldrei séð og Prison Break sem ég hef bara séð 1 þátt af. Hann sagðist alltaf verða fyrir vonbrigðum með lokaþáttinn þar sem hann vísaði bara í eitthvað meira og aldrei tækist að ljúka sögunni og koma upp um aðalplottið. Einnig nefndi téður pistlahöfundur bíómyndina Pirates of the Carribean, Dead Man's Chest, sem dæmi um þetta og sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með hana.
Þessi pistill rifjaðist upp fyrir mér í gærkvöldi þegar ég fór að sjá þessa mynd. Eftir að hafa séð myndina og fylgst spennt með Lost á ég eitt heilræði í fórum mínum fyrir þennan vonsvikna mann sem hann ætti að hafa í huga næst þegar hann fylgist með framhaldsþætti/bíómynd:
It's the Journey, not the Destination!
Þessi pistill rifjaðist upp fyrir mér í gærkvöldi þegar ég fór að sjá þessa mynd. Eftir að hafa séð myndina og fylgst spennt með Lost á ég eitt heilræði í fórum mínum fyrir þennan vonsvikna mann sem hann ætti að hafa í huga næst þegar hann fylgist með framhaldsþætti/bíómynd:
It's the Journey, not the Destination!
03 ágúst, 2006
Hár...
... er höfuðprýði - en hvergi annarsstaðar. Konur eiga að vera með sítt og mikið hár, fagurlitað og ræktarlegt með glans. En afhverju vex hár undir höndunum á okkur? Hvaða tilgangi þjónar það? Ekki er það til að halda á okkur hita því að undir höndunum er hvort eð er alltaf hlýtt og notalegt eins og á öðrum loftlausum stöðum. Öðru máli gegnir um útlimina, það er alveg hægt að færa rök fyrir því að hár á löppum haldi hita, en til hvers er ég með 2-3 strá á stóru tánni? Oft hef ég tuðað yfir því hvers vegna ég þurfi að raka mig undir höndum og vaxa á mér leggina á meðan maðurinn minn getur gengið um kafloðinn (m.a.s. á bakinu) án þess að neinn geri athugasemd. Ég er samt allt of mikil pempía til að fara í hárkeppni við hann - enda er ég ekki, þrátt fyrir allt, loðin á bakinu og mundi því eflaust tapa.
Svo fór ég í handsnyrtingu í fyrsta skipti á ævinni um daginn. Vissi bæ ðö vei ekki að til væru svona margar tegundir af kremum og skrúbbum sérhönnuðum fyrir neglur. Mér fannst ég agalega fín og flott, með nýpússaðar og lakkaðar neglur og steinhætti að kroppa og naga. En hvað er eiginlega í gangi.. ég hef ekki undan að pússa þær niður, ekki má víst klippa þær. Neglurnar mínar eru í þvílíkum vaxtarkipp að þær bara lengjast og lengjast því að ekki nenni ég að vera sípússandi, hef sko nóg annað að gera!! Æji, nóg komið af fegurðarraunum í bili, en þá er það spurning dagsins:
Á ég að hætta í vinnunni?
Svo fór ég í handsnyrtingu í fyrsta skipti á ævinni um daginn. Vissi bæ ðö vei ekki að til væru svona margar tegundir af kremum og skrúbbum sérhönnuðum fyrir neglur. Mér fannst ég agalega fín og flott, með nýpússaðar og lakkaðar neglur og steinhætti að kroppa og naga. En hvað er eiginlega í gangi.. ég hef ekki undan að pússa þær niður, ekki má víst klippa þær. Neglurnar mínar eru í þvílíkum vaxtarkipp að þær bara lengjast og lengjast því að ekki nenni ég að vera sípússandi, hef sko nóg annað að gera!! Æji, nóg komið af fegurðarraunum í bili, en þá er það spurning dagsins:
Á ég að hætta í vinnunni?
02 ágúst, 2006
Kostakaup
Núna á ég svo fínan búrhníf að ég sker mig í hvert skipti sem ég elda. Kostirnir við beittan hníf: fljótlegra og skemmtilegra að saxa, ókostirnir: litlir skurðir á puttum.
Held ég fái mér bara vettlinga með góðu gripi, samt ekki gúmmíhanska.
Held ég fái mér bara vettlinga með góðu gripi, samt ekki gúmmíhanska.
01 ágúst, 2006
Hunang
Jibbí!!!
Ég er aftur komin í fast netsamband. Þetta var erfið afeitrun og virkaði ekki neitt. En núna er ég að fara að þrífa í öðru húsi, ég sem þríf helst ekki heima hjá mér vegna bakverkja - best að panta að fá að vera í afþurrkunardeildinni, skúringar eru killer!!
Ég er aftur komin í fast netsamband. Þetta var erfið afeitrun og virkaði ekki neitt. En núna er ég að fara að þrífa í öðru húsi, ég sem þríf helst ekki heima hjá mér vegna bakverkja - best að panta að fá að vera í afþurrkunardeildinni, skúringar eru killer!!
17 júní, 2006
mamma, pabbi, börn og bíll
Sögusvið: strákabíllinn 17.júní. Litli prinsinn situr í aftursætinu, vandlega festur í bílstólinn eins og lög gera ráð fyrir. Sætu systurnar eru þar líka í sínum beltum og mamman og pabbinn frammí, einnig í sínum beltum. Strákabíllinn rennir framúr strætisvagni. Litli prinsinn hefur orðið:
"Mamma, veistu hvað ég sá núna áðan í strætó? Það var kona á nærbuxunum að troða miða í rassinn á sér, mér finnst það ógisssslegt".
Hefur ÞÚ séð auglýsingarnar frá ogvodafone sem eru úti um allt? Kannski ekki svo erfitt að misskilja þær...
"Mamma, veistu hvað ég sá núna áðan í strætó? Það var kona á nærbuxunum að troða miða í rassinn á sér, mér finnst það ógisssslegt".
Hefur ÞÚ séð auglýsingarnar frá ogvodafone sem eru úti um allt? Kannski ekki svo erfitt að misskilja þær...
16 júní, 2006
Jahérna
Þetta hljómar eins og ég sé öfundsjúk út í gítar, skyldi þó aldrei vera. Held ég drífi mig bara út í sólina og góða veðrið og hugsi minn gang.
15 júní, 2006
Áhugamál
Maðurinn minn elskar vinnuna sína. Hann talar aldrei um að nenna ekki, alltaf spenntur að mæta á morgnana, alltaf erfitt að slíta sig frá henni. Oft skýst hann um helgar til hennar, mörg kvöld fara líka í hana.
Mér var farið að blöskra. Ef hann var ekki í vinnunni, sat hann heima í tölvunni. Að setja upp Excel-skjöl, búa til Power-Point sýningar eða bara skoða stöðuna á mörkuðunum og setja sig inn í málin. Ég tók þá ákvörðun að gefa honum áhugamál. Þegar næsta afmæli rann upp fékk ég mann með viti til að velja fyrir mig gítar fyrir byrjanda, þó nægilega góðan til að endast eitthvað. þarna renndi ég blint í sjóinn, en það sem ég hitti í mark - ó mæ -
Síðan er liðið 1 ár og 4 mánuðir og hann hefur tekið miklum framförum. Maðurinn sem valdi gítarinn er fjarkennari, ég er aðstoðarkennari en aðalkennarinn er netið (reyndar kemur Bubbi sterkur inn þessa dagana). Hann er orðinn þokkalega partýfær og æfir sig öllum stundum.
Stundum langar mig mest til að sturta helvítis gítarnum niður í klósettið...
Mér var farið að blöskra. Ef hann var ekki í vinnunni, sat hann heima í tölvunni. Að setja upp Excel-skjöl, búa til Power-Point sýningar eða bara skoða stöðuna á mörkuðunum og setja sig inn í málin. Ég tók þá ákvörðun að gefa honum áhugamál. Þegar næsta afmæli rann upp fékk ég mann með viti til að velja fyrir mig gítar fyrir byrjanda, þó nægilega góðan til að endast eitthvað. þarna renndi ég blint í sjóinn, en það sem ég hitti í mark - ó mæ -
Síðan er liðið 1 ár og 4 mánuðir og hann hefur tekið miklum framförum. Maðurinn sem valdi gítarinn er fjarkennari, ég er aðstoðarkennari en aðalkennarinn er netið (reyndar kemur Bubbi sterkur inn þessa dagana). Hann er orðinn þokkalega partýfær og æfir sig öllum stundum.
Stundum langar mig mest til að sturta helvítis gítarnum niður í klósettið...
14 júní, 2006
....
Síðasta einkunnin er komin en heilsan er farin. Leiðinlegt að eyða fríinu í veikindi, ekki að það sé hægt að vera úti í sólbaði svosem.. Svo ég er bara slöpp og fúl og hugsa um allt sem ég þarf og mig langar til að gera, annað en að liggja útaf og lufsast um íbúðina. Yngri börnin bæði komin í frí og lufsast með mér, hanga í tölvu og leikjatölvu - slæmt uppeldi! Kláraði allavega Ruth Rendell á milli höfuðverkjakasta og get farið að byrja á einhverju öðru úr bókabunkanum sem bíður á borðinu (ofstuðlun?).
Svo fæ ég engin comment af því að tryggi lesandinn er í útlöndum og kemst ekki í tölvu, nema að það sé bara út af því að ég er svo andlaus og leiðinileg - gæti líka alveg komið til greina!
Svo fæ ég engin comment af því að tryggi lesandinn er í útlöndum og kemst ekki í tölvu, nema að það sé bara út af því að ég er svo andlaus og leiðinileg - gæti líka alveg komið til greina!
12 júní, 2006
Mér finnst rigningin ekki góð!!
það er einstaklega ókvenlegt að vera kvefaður. Það suðar svo mikið inni í eyrunum á mér að ég er að missa heyrn, sjónin er farin að daprast og nefið á mér.. ó mæ. Ég sem er að fara til saumakonunnar á eftir með fína kjólinn minn til að láta hana fiffa hann pínulítið. Næ kannski bara að kúra og lesa í hálftíma áður en ég sæki krúttann, hann fær nefnilega að fara með!! En sá lúxus að vera í fríi...
..og enn bíð ég eftir síðustu einkunninni, átti að koma á föstudaginn, á föstudaginnn kom tilkynning um að hún kæmi á mánudaginn - og núna er klukkan orðin þrjú!!
..og enn bíð ég eftir síðustu einkunninni, átti að koma á föstudaginn, á föstudaginnn kom tilkynning um að hún kæmi á mánudaginn - og núna er klukkan orðin þrjú!!
11 júní, 2006
Þrútið var loft og þungur sjór
Ég er ekki mikið útivistarfólk. Tek mig samt til öðru hvoru, skelli í nestisbox og dreg fjölskylduna út fyrir bæjarmörkin. Miðað við hvað þetta gerist sjaldan, er alveg með ólíkindum hvað við fáum oft vont veður. Mér er minnistæð ein fjöruferðin okkar sem varla var stætt í fjöru fyrir roki af hafi og börnin mín fuku út um allar trissur. En semsagt: Ákváðum í gær að skreppa á Stokkseyri í dag og skoða Ævintýragarðinn. Loftið var svo sannarlega þrútið og þokudrungað vorið þegar ég stóð í eldhúsinu í morgun og smurði samlokur.. og auðvitað hellirigndi allan tímann og við slaufuðum ferðinni í Ævintýragarðinn! Kíktum þó ofan í Kerið og borðuðum nestið í Laugarvatnshelli. Hættum okkur ekki út úr bílnum á Þingvöllum því að þar var slagviðri.
Keypti mér brúnkukrem í Body Shop í gær, hef ekki enn játað mig sigraða í keppninni, enda nægur tími til stefnu.. Bestu kveðjur til Mallorca!!
Keypti mér brúnkukrem í Body Shop í gær, hef ekki enn játað mig sigraða í keppninni, enda nægur tími til stefnu.. Bestu kveðjur til Mallorca!!
07 júní, 2006
Buhuuu...
Netkærastan mín er að fara til útlanda á morgun, hvernig á ég að fara að? Hey.. viltu koma í brúnkukeppni Birgitta? þá hef ég að einhverju að stafna á meðan þú ert í burtu.
Æji samt, frekar vonlaust fyrir mig, ekki bara vegna alræmds sólarleysis á Íslandi yfirhöfuð. Gæti eiginlega alveg eins skorað á þig í krullukeppni... Hmmmm.. En allavega. góða ferð, hlakka til að sjá þig á Ísafirði - ekki seinna en í Júlí!!!
Æji samt, frekar vonlaust fyrir mig, ekki bara vegna alræmds sólarleysis á Íslandi yfirhöfuð. Gæti eiginlega alveg eins skorað á þig í krullukeppni... Hmmmm.. En allavega. góða ferð, hlakka til að sjá þig á Ísafirði - ekki seinna en í Júlí!!!
06 júní, 2006
Sé ekki skóginn fyrir trjám
það er nefnilega málið, hefur alltaf verið minn akkilesarhæll. Uppgötvaði í vetur að það er til enn flottara nafn yfir þetta vandamál, nefnilega skortur á Umhverfisgreind, hef notað það óspart síðan. Ég þekki enn ekki í sundur hægri og vinstri (þarf ýmist að máta mig við píanóið eða skoða þumalfingurna til að fatta hvort er hvað), og ekki veit ég enn í hvaða átt norður, suður, austur eða vestur er. Bíð eftir að uppgötva einhverja aulareglu til að nota við það.. Ég er glötuð í landafræði og er nýbúin að fatta hvar Egilsstaðir eru á landakortinu.
Mamma segir, að það sé óþarfi að vera góður í öllu og verkaskiptingu á heimilinu ætti að miða við það að hver geri það sem hann er góður í, nokkuð góð regla. Ef ég er góð í að elda en léleg í að vaska upp, sé ég bara um að eldamennskuna. Það er verst að ég er svo assgoti góð í öllum húsverkum, svo ég er farin að sjá að það er erfitt að heimfæra þessa reglu upp á mitt heimilishald. Samkvæmt þessu á tilvonandi eiginmaðurinn að sjá um að finna stystu leiðina á staðinn, skipuleggja ferðalögin og sjá um heimilisbókhaldið. Hann nennir reyndar ekki að sjá um heimilisbókhaldið (ekki ég heldur) en hann er alveg til í hitt. Þannig að... eldhúsið er á mér, ferðalögin á honum. Hvað er ég þá að gera til að kenna dætrum mínum jafnrétti í verki - nákvæmlega ekki neitt! Það er nefnilega ekki nóg að kenna jafnrétti í orði, það verður að vera á borði líka. Ef þú vilt að dæturnar og synirnir læri að mamma og pabbi séu jöfn, keyrðu þá fjölskyldubílinn.. ekki bara þegar pabbi er fullur!
Piff.. virkar ekki hjá mér (af því að ég rata ekki neitt), held ég læri frekar á borvélina, er örugglega með betri fínhreyfingar en kallinn. Umhverfisgreind er þó hægt að þjálfa, það er ég byrjuð að gera. Alltaf að skoða heimskortið og Íslandskortið, svo er ég meira að segja farin að rata í Árbæinn...
Bubbi kominn á fóninn, flottasta afmælisveisla sem ég hef farið í!!
Mamma segir, að það sé óþarfi að vera góður í öllu og verkaskiptingu á heimilinu ætti að miða við það að hver geri það sem hann er góður í, nokkuð góð regla. Ef ég er góð í að elda en léleg í að vaska upp, sé ég bara um að eldamennskuna. Það er verst að ég er svo assgoti góð í öllum húsverkum, svo ég er farin að sjá að það er erfitt að heimfæra þessa reglu upp á mitt heimilishald. Samkvæmt þessu á tilvonandi eiginmaðurinn að sjá um að finna stystu leiðina á staðinn, skipuleggja ferðalögin og sjá um heimilisbókhaldið. Hann nennir reyndar ekki að sjá um heimilisbókhaldið (ekki ég heldur) en hann er alveg til í hitt. Þannig að... eldhúsið er á mér, ferðalögin á honum. Hvað er ég þá að gera til að kenna dætrum mínum jafnrétti í verki - nákvæmlega ekki neitt! Það er nefnilega ekki nóg að kenna jafnrétti í orði, það verður að vera á borði líka. Ef þú vilt að dæturnar og synirnir læri að mamma og pabbi séu jöfn, keyrðu þá fjölskyldubílinn.. ekki bara þegar pabbi er fullur!
Piff.. virkar ekki hjá mér (af því að ég rata ekki neitt), held ég læri frekar á borvélina, er örugglega með betri fínhreyfingar en kallinn. Umhverfisgreind er þó hægt að þjálfa, það er ég byrjuð að gera. Alltaf að skoða heimskortið og Íslandskortið, svo er ég meira að segja farin að rata í Árbæinn...
Bubbi kominn á fóninn, flottasta afmælisveisla sem ég hef farið í!!
31 maí, 2006
18 maí, 2006
Allt að gerast..
.. í maí, og mig sem langar mest að leggjast upp í rúm og sofa í jafnmörg ár og Þyrnirós. Fyrir utan fimleikasýningu og próflokadjamm er það vorferð og sveitaferð og óvissuferð og skólaafmæli og gagnfræðingaafmæli.
Og þvotturinn hleðst upp
Og þvotturinn hleðst upp
17 maí, 2006
Kringlan.. allt á einum stað!
So true, so true!! og öll vandamálin leyst. Er hérmeð hætt að eltast við íþróttabúðir, þar fæst ekkert sem mig vantar eða langar í. Fékk þessar fínu svörtu leggins í Sock-Shop og einlita hlýraboli í Du Pareil au Meme, fimleikaprinsessan tilbúin fyrir laugardaginn. Bolir í íþróttabúðum eru allir útbíaðir í allskonar auglýsingum og merkjum og svo fást misljótar joggingbuxur í stíl - viljum ekki svoleiðis takk -
Lengi Lifi Kringlan (troðfull af atkvæðaveiðurum að gefa mis-óspennandi drasl í áróðursskyni)
Lengi Lifi Kringlan (troðfull af atkvæðaveiðurum að gefa mis-óspennandi drasl í áróðursskyni)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)