31 maí, 2006

Ég er ...

.. bakveik, fótalúin og löt - já og gráðug líka!

18 maí, 2006

Allt að gerast..

.. í maí, og mig sem langar mest að leggjast upp í rúm og sofa í jafnmörg ár og Þyrnirós. Fyrir utan fimleikasýningu og próflokadjamm er það vorferð og sveitaferð og óvissuferð og skólaafmæli og gagnfræðingaafmæli.

Og þvotturinn hleðst upp

17 maí, 2006

Kringlan.. allt á einum stað!

So true, so true!! og öll vandamálin leyst. Er hérmeð hætt að eltast við íþróttabúðir, þar fæst ekkert sem mig vantar eða langar í. Fékk þessar fínu svörtu leggins í Sock-Shop og einlita hlýraboli í Du Pareil au Meme, fimleikaprinsessan tilbúin fyrir laugardaginn. Bolir í íþróttabúðum eru allir útbíaðir í allskonar auglýsingum og merkjum og svo fást misljótar joggingbuxur í stíl - viljum ekki svoleiðis takk -

Lengi Lifi Kringlan (troðfull af atkvæðaveiðurum að gefa mis-óspennandi drasl í áróðursskyni)

16 maí, 2006

A.M.

Aðgerð magaminnkun hófst með stæl. Kláraði gulrótarkökuna síðan í gær, fékk mér sneið af bláberjabökunni og fann einn súkkulaðimola - kláraði hann að sjálfsögðu líka. Herlegheitunum skolaði ég niður með eplasafa.

Fatakrísa í gangi eins og oft, fimleikasýning á laugardaginn og við höfum ekki enn fundið réttu buxurnar, ekki er tekið í mál að vera í afklipptum sokkabuxum þó svo að það hafi verið þjálfarinn sem stakk upp á því. Svo ég má nota minn dýrmæta tíma, sem á að fara í lærdóm, í að þræða útilífsbúðir. Keypti vitlausar buxur í dag, of stuttar, í það fór dýrmætur tími sem ég nennti hvort eð er ekki að eyða í lærdóm. Nett spennufall og puttalömun. Held ég reyni að koma smá skipulagi á líf mitt áður en ég kasta mér - oooooo hvað ég hlakka til.

14 maí, 2006

Have you ever seen the rain...

You Are Rain
You can be warm and sexy. Or cold and unwelcoming.Either way, you slowly bring out the beauty around you.
You are best known for: your touch
Your dominant state: changing
What Type of Weather Are You?

11 maí, 2006

Mér leiðast kosningar..

... kannski vegna þess að ég hef jafn mikinn áhuga á þeim og fótboltaleik, eða umstangið og umfjöllunin sem fylgir, brrrrrr

Reyndar fer allt einstaklega mikið í taugarnar á mér þessa dagana, en það er bara mitt vandamál (og Birgittu sem fær allt beint í æð). Sé í hillingum fram á daga sem ég get komið heim úr vinnunni og gert bara það sem mig langar, eða ekkert ef mig langar - að ég tali nú ekki um þegar ég þarf bara yfirhöfuð ekki að fara í vinnuna og get bara alið á eigin leti og ómennsku. Það verða ljúfir tímar...

05 maí, 2006

Kjúklingur Piparsveinsins

"Önnum kafnir ungir menn hafa sjaldan mikinn tíma fyrir eldamennskuna. Oftar en ekki er kunnáttan af enn skornari skammti. Til að galdra fram góðan mat þarf hvorugt"
(Fréttablaðið, 05.04 2006)
Í framhaldi þessarar snilldar er svo uppskrift af girnilegum kjúklingarétti. Af hverju þurfti það að vera ungir menn? Af hverju ekki kjúklingur piparkonunnar? Vinkona mín er piparsveinn, býr ein með kisunni sinni. Ég kalla hana piparsvein núna af því að það er ekki til neitt orð yfir klárar, fallegar, sjálfstæðar konur sem búa einar (nema þá piparjúnka, sem er yfirleitt notað í niðrandi merkingu). Hvað þá að nokkur leggi það á sig að tileinka þeim girnilegan kjúklingarétt. Enda er gert ráð fyrir því að hver kona kunni að elda, ekki bara kunni, heldur nenni líka. Piparsveinavinkonan mín nennir sárasjaldan að elda, ég mundi ekki nenna að elda fyrir mig eina og kisuna mína. Ætli ég færi ekki bara út að borða - fengi mér hvítvínsglas með -

04 maí, 2006

Af fóstrum og öðru góðu fólki

Einkasonur minn ætlar að flytja á leikskólann. Það er sko allt í lagi að sofa þar af því að fóstrurnar eiga heima þar og gista því líka. Þær sofa lengst niðri í kjallara, þar búa þær sér til holur til að sofa í. Ég skil hann vel, á leikskólanum er gott að vera. Þar lærir maður bílareglur (umferðarreglurnar) og leyndarmál (táknmál). Á heimleið í dag benti hann mér meira að segja á hlera í gangstéttinni og sagði mér að þetta væri einmitt svona hola eins og fóstrurnar svæfu í!! Svo er líka ofarlega á óskalistanum að búa hjá frænku í næstu götu, heimasætan getur lesið fyrir hann á kvöldin, að hans sögn. Svona kann hann nú að meta fjölskylduna sína, þetta yndi. Þarf að rjúka..........

03 maí, 2006

Timburmenn

Ég mun aldrei aftur láta skyr inn fyrir mínar varir og hvað þá ofan í maga. Fráhvarfseinkennin eru enn verri en brjóstsviðinn í gær.

02 maí, 2006

Skyrandstæðingar landsins sameinist!!

Hvað er þetta með þessa skyrdýrkun landans alltaf hreint! Hef ekki heyrt um neinn nema mig sem getur ekki étið skyr. Svo hollt og fitulítið og gott og fljótlegt.. ókei, það er gott, ég viðurkenni það, en hvað það fer illa í mig, ó mæ ó mæ. Geri alltaf tilraun öðru hvoru - fannst komið ansi langt síðan ég hafði smakkað síðast svo ég fékk mér peruskyr áðan, mjög bragðgott. En ég er búin að vera með meltingartruflanir og brjóstsviða og ógeð síðan og það verður líklega eitthvað viðloðandi fram á kvöld. Ekki gott að læra stærðfræði með brjóstsviða, nóg er nú ógeðið samt.

Sumarið er komið.. vissuði það?

01 maí, 2006

Tómleikatilfinning..

.. af því að ég er búin með bókina. Hvernig á maður að taka því þegar fólk sem hefur verið svo stór partur af lífi manns, hverfur allt í einu á braut? Gengur þetta upp hjá Katherine og Joe Roth? Mun Tara ná sér í lífsförunautinn sem hún þráir svo mjög? Á Fintan eftir að ná sér af krabbameininu og mun Sandro halda sambúðina út þrátt fyrir öll vandamálin? Það er eins og búið sé að draga fyrir gluggann sem ég er búin að vera að kíkja í gegnum og nú get ég ekki hætt að hugsa um fólkið fyrir innan. Kannski er framhald.. þó ég efist um það. Þetta er ekki svoleiðis bók. En þá er bara að finna sér nýja vini, sagan af Pí er komin á náttborðið. Það besta við að vera í skóla er að það gefst svo lítill tími til lesturs að bækurnar endast ótrúlega lengi. Stundum er það samt ókostur.

Að öðru.. ansi lærir maður nú vel þegar tölvan er ekki nettengd, það fækkar freistingunum! Gallinn er að lærdómspartnerinn hverfur í leiðinni - það er mjööööög erfitt- En ég er allavega komin í gírinn, stærðfræði rúlar!!