16 maí, 2006

A.M.

Aðgerð magaminnkun hófst með stæl. Kláraði gulrótarkökuna síðan í gær, fékk mér sneið af bláberjabökunni og fann einn súkkulaðimola - kláraði hann að sjálfsögðu líka. Herlegheitunum skolaði ég niður með eplasafa.

Fatakrísa í gangi eins og oft, fimleikasýning á laugardaginn og við höfum ekki enn fundið réttu buxurnar, ekki er tekið í mál að vera í afklipptum sokkabuxum þó svo að það hafi verið þjálfarinn sem stakk upp á því. Svo ég má nota minn dýrmæta tíma, sem á að fara í lærdóm, í að þræða útilífsbúðir. Keypti vitlausar buxur í dag, of stuttar, í það fór dýrmætur tími sem ég nennti hvort eð er ekki að eyða í lærdóm. Nett spennufall og puttalömun. Held ég reyni að koma smá skipulagi á líf mitt áður en ég kasta mér - oooooo hvað ég hlakka til.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið rosalega líst mér vel á þessa megrunaraðferð, er að hugsa um að prófa hana líka því hin - að hreyfa sig og borða hollt - er sko ekki að virka ;).
B

Meðalmaðurinn sagði...

Jebb, þessi svínvirkar sko, vittu til :)