05 maí, 2006

Kjúklingur Piparsveinsins

"Önnum kafnir ungir menn hafa sjaldan mikinn tíma fyrir eldamennskuna. Oftar en ekki er kunnáttan af enn skornari skammti. Til að galdra fram góðan mat þarf hvorugt"
(Fréttablaðið, 05.04 2006)
Í framhaldi þessarar snilldar er svo uppskrift af girnilegum kjúklingarétti. Af hverju þurfti það að vera ungir menn? Af hverju ekki kjúklingur piparkonunnar? Vinkona mín er piparsveinn, býr ein með kisunni sinni. Ég kalla hana piparsvein núna af því að það er ekki til neitt orð yfir klárar, fallegar, sjálfstæðar konur sem búa einar (nema þá piparjúnka, sem er yfirleitt notað í niðrandi merkingu). Hvað þá að nokkur leggi það á sig að tileinka þeim girnilegan kjúklingarétt. Enda er gert ráð fyrir því að hver kona kunni að elda, ekki bara kunni, heldur nenni líka. Piparsveinavinkonan mín nennir sárasjaldan að elda, ég mundi ekki nenna að elda fyrir mig eina og kisuna mína. Ætli ég færi ekki bara út að borða - fengi mér hvítvínsglas með -

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað ætli Bjerrum Nielsen myndi segja við þessu..?