11 maí, 2006

Mér leiðast kosningar..

... kannski vegna þess að ég hef jafn mikinn áhuga á þeim og fótboltaleik, eða umstangið og umfjöllunin sem fylgir, brrrrrr

Reyndar fer allt einstaklega mikið í taugarnar á mér þessa dagana, en það er bara mitt vandamál (og Birgittu sem fær allt beint í æð). Sé í hillingum fram á daga sem ég get komið heim úr vinnunni og gert bara það sem mig langar, eða ekkert ef mig langar - að ég tali nú ekki um þegar ég þarf bara yfirhöfuð ekki að fara í vinnuna og get bara alið á eigin leti og ómennsku. Það verða ljúfir tímar...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið er ég ánægð að sjá að þú talar ekki um kostningar eins og svo margir, margir ;).
Annars er lífið einhvern veginn bara á pásu meðan maður er í prófum, svo ýtir maður aftur á play þegar þau eru búin :o).
B