04 maí, 2006

Af fóstrum og öðru góðu fólki

Einkasonur minn ætlar að flytja á leikskólann. Það er sko allt í lagi að sofa þar af því að fóstrurnar eiga heima þar og gista því líka. Þær sofa lengst niðri í kjallara, þar búa þær sér til holur til að sofa í. Ég skil hann vel, á leikskólanum er gott að vera. Þar lærir maður bílareglur (umferðarreglurnar) og leyndarmál (táknmál). Á heimleið í dag benti hann mér meira að segja á hlera í gangstéttinni og sagði mér að þetta væri einmitt svona hola eins og fóstrurnar svæfu í!! Svo er líka ofarlega á óskalistanum að búa hjá frænku í næstu götu, heimasætan getur lesið fyrir hann á kvöldin, að hans sögn. Svona kann hann nú að meta fjölskylduna sína, þetta yndi. Þarf að rjúka..........

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

LOL - Hann er algjört yndi þetta barn. Ertu ekki örugglega með svona gullkornabók sem þú skrifar snilldina hans í?
B

Nafnlaus sagði...

Heyrðu, veistu svo ekki að það er mjög politically incorrect að segja fóstra - svona álíka og að segja kennslukona um alla kennara! Þetta heita sko Leikskólakennarar og hana nú.
B

Meðalmaðurinn sagði...

Er mjög meðvituð um það, en þetta voru hans eigin orð, samt er uppáhalds ´"fóstran" hans rúmlega tvítugur strákur!!