það er nefnilega málið, hefur alltaf verið minn akkilesarhæll. Uppgötvaði í vetur að það er til enn flottara nafn yfir þetta vandamál, nefnilega skortur á Umhverfisgreind, hef notað það óspart síðan. Ég þekki enn ekki í sundur hægri og vinstri (þarf ýmist að máta mig við píanóið eða skoða þumalfingurna til að fatta hvort er hvað), og ekki veit ég enn í hvaða átt norður, suður, austur eða vestur er. Bíð eftir að uppgötva einhverja aulareglu til að nota við það.. Ég er glötuð í landafræði og er nýbúin að fatta hvar Egilsstaðir eru á landakortinu.
Mamma segir, að það sé óþarfi að vera góður í öllu og verkaskiptingu á heimilinu ætti að miða við það að hver geri það sem hann er góður í, nokkuð góð regla. Ef ég er góð í að elda en léleg í að vaska upp, sé ég bara um að eldamennskuna. Það er verst að ég er svo assgoti góð í öllum húsverkum, svo ég er farin að sjá að það er erfitt að heimfæra þessa reglu upp á mitt heimilishald. Samkvæmt þessu á tilvonandi eiginmaðurinn að sjá um að finna stystu leiðina á staðinn, skipuleggja ferðalögin og sjá um heimilisbókhaldið. Hann nennir reyndar ekki að sjá um heimilisbókhaldið (ekki ég heldur) en hann er alveg til í hitt. Þannig að... eldhúsið er á mér, ferðalögin á honum. Hvað er ég þá að gera til að kenna dætrum mínum jafnrétti í verki - nákvæmlega ekki neitt! Það er nefnilega ekki nóg að kenna jafnrétti í orði, það verður að vera á borði líka. Ef þú vilt að dæturnar og synirnir læri að mamma og pabbi séu jöfn, keyrðu þá fjölskyldubílinn.. ekki bara þegar pabbi er fullur!
Piff.. virkar ekki hjá mér (af því að ég rata ekki neitt), held ég læri frekar á borvélina, er örugglega með betri fínhreyfingar en kallinn. Umhverfisgreind er þó hægt að þjálfa, það er ég byrjuð að gera. Alltaf að skoða heimskortið og Íslandskortið, svo er ég meira að segja farin að rata í Árbæinn...
Bubbi kominn á fóninn, flottasta afmælisveisla sem ég hef farið í!!
06 júní, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Hvað gerir maður þá ef maður er bestur í næstum því ÖLLU? Bestur í að skipuleggja ferðalög, hugsa um heimilið, bókhaldið, börnin - allt nema búa til peninga :o)?
Er börnunum betra að horfa á pabba gera hlutina illa og mömmu tuða yfir því?
Segi nú bara svona ;).
B
Nákvæmlega!! Það er nú samt þannig að pabbi getur líka alveg lært að gera hlutina sem hann kann ekki, hann kemst bara upp með að nenna því ekki..
reyndar...
Það er vandlifað í henni veröld, það má nú segja.
B
Skrifa ummæli