Það verður seint sagt um Íslendinga að þeir séu félagsskítar. Það getur svo sem vel verið að þessi KárahnjúkaganganiðurLaugaveginnmeðÓmarRagnarssoníbroddifylkingar hafi verið vel og rækilega auglýst, veit ekkert um það (enda hef ég hvorki lesið blöð né horft á fréttir þessa vikuna) en það virðist allavega vera múgur og margmenni mætt á staðinn. Hvort sem það er 17. júní, Gay-Pride, Menningarnótt, tónleikar Sigurrósar á Klambratúni eða ofangreindur atburður sem fer fram þessa stundina, þá virðist allavega ekki vera hörgull á fólki, á öllum aldri, af öllum kynjum....
Ég bara uni glöð í minni fávisku og læt ekki sjá mig, enda er ég ekki mikil útilífvera og nýt þess að láta ekki sjá mig á manna(kraðrak) mótum. Þetta gæti líka skrifast á landsbyggðardurginn í mér, það er nefnilega aldrei.. leyfi mér að fullyrða ALDREI, svona mikið kraðrak á landsbyggðinni. Lifi félagsskíturinn!!
26 september, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Flissaði hátt, hahahah. Eitthvað svo mikið Góustaða steitment í þessu hjá þér. Lovit.
(Veistu, Siggi Sveins fer ALDREI inn í Landsbankann, veistu afhverju, jú honum var neitað um lán þar fyrir 30 ÁRUM)!!!
Lifi landbyggðadurgurinn.
Siggi harðneitar líka að fara með frúnni á heilsuhælið í Hveragerði segir að það sé bara fyrir gamla kalla.
Úff hvað ég skil þig, dætur mínar voru ekki stórar þegar þær voru farnar að segja: "er kannski of mikill mannfjöldi þar fyrir þig mamma?" er til stóð að fara á einhvern viðburð ;)
-bragð er að þá barnið finnur-
Skrifa ummæli