05 september, 2006

Pirringsplokk

Hvað er þetta með Íslendinga að þurfa alltaf að rífa alla úr skónum allsstaðar? Skil það svosem með leikskólann þar sem skottin eru að tipla á sokkunum á sömu göngum og foreldrar eru að vaða inn og út á skítugum bomsunum. En skrifstofur úti í bæ, eða heilsugæslustöðvar?? Mér finnst óþarfi að vera á sokkunum þegar ég hitti lækninn, ekki er skárra að vera í bláum plastskóm eins og einhver skurðstofuhjúkka.

Þegar það er sæmilega þurrt úti þá veð ég bara inn á skónum í opinberar stofnanir og skammast mín ekkert fyrir það. Það eru sjálfsögð mannréttindi að fá að vera í skónum þegar maður vill.

Svo að lokum er eins og talað út úr mínu hjarta það sem Alexía Björg segir í haus Blaðsins í dag:

Karlar eru nokkuð skemmtilegir en þeir hafa of háan skítaþröskuld!!!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Best (eða verst?) af öllu er þegar maður er kominn heim til sín, fer úr skónum og fattar að maður er ennþá í bláu plastskónum.
B

Meðalmaðurinn sagði...

Stoppaði einusinni bílinn til að skrúfa niður rúðuna og benda konununni, sem spólaði með barnavagninn í brekkunni á, að hún væri í bláum plastskóm. Hún var að koma af leikskólanum.

Syngibjörg sagði...

Ætli það hafi verið ég?
Kom einu sinni heim svona líka fín í bláu hlífunum.....frá leikskólanum.