21 janúar, 2007

Ritað við gítarundirleik

Í dag er "égnennekkineinu" dagurinn. Held ég haldi hann bara hátíðlegan og geri ekki neitt sem dags dagleg telst með viti. Sjónvarpið ómar í takt við gítarinn og börnin hoppa í sófanum. Semi-drasl dagur. Ekki allt í drasli og ekki fínt, bara svona mitt á milli. Óhreintaushrúgan akkúrat passleg til að láta hana eiga sig. Það er ljúft að vera heimavinnandi fjarnemi.

Gítarleikarinn búinn að vera gítarlaus í 5 daga og keppist í ofboði við að vinna upp tapaðar samverustundir. Geri mér engar grillur, veit að hann saknaði gítarins meira þessa daga en hann á nokkurn tíma eftir að sakna mín. Ég veit líka alveg ástæðuna. Ég er honum bara ekki jafn undirgefin og gítarinn. Enda held ég að hann mundi varla nenna að eiga mig fyrir konu ef ég væri það. Jájá, þessi færsla er alveg í stíl við letidaginn minn.

1 ummæli:

Syngibjörg sagði...

Elska letidaga, átti einn fram á miðjan dag í dag.