22 janúar, 2007
Stroktilraun númer tvö
Gítarleikarinn á heimilinu segir stundum frá því að hafa verið sendur á fyrsta degi í fyrsta bekk til skólastjóra. Hann er nokkuð stoltur af því að hafa verið prakkari. Held að Stubbalingur hafi skákað honum í dag. Hann var sendur til Leikskólastýru við annan mann, alveg að verða 5 ára. Þeir reyndu að strjúka, komust yfir fyrstu hindrun áður en þeir voru gripnir. Það var mjöööög erfitt að bæla hláturinn og brosið sem braust fram þegar hann sagði frá þessu. Það fylgdi með að þeir væru hættir að reyna eftir þessa lífsreynslu. Þetta var nefnilega ekki fyrsta tilraun heldur önnur, en í fyrra skiptið komust þeir ekki einusinni yfir fyrstu hindrun og því var ekki tekið eins alvarlega á málinu. Hláturinn kraumar enn ofan í mér.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Vóhóhó! Þú getur hlegið....ennþá!
Og hvert ætluðu þeir að fara félagarnir? Fliss fliss :o).
Snemma beygist krókur......
Þrír skólabræður mínir struku af leikskólanum og voru komnir hálfa leið út í Hnífsdal áður en þeir náðust, þetta er enn rifjað upp reglulega þrjátíu árum síðar.
Skrifa ummæli