- þú átt það alltaf skilið!
Hvað á svona auglýsingamennska að þýða? Ég ákveð að brjótast inn í banka eina nóttina. Tekst ætlunarverkið og þegar ég kem út með lambhúshettuna (prjónaða eftir uppskrift frá Vestanpóstinum) og peningapokann, er það fyrsta sem ég sé þessi auglýsing:
RÍS - ÞÚ ÁTT ÞAÐ ALLTAF SKILIÐ
þá sannfærist ég um að ég hafi verið að gera rétt, því að núna á ég ekki bara skilið að fá Rís, heldur á ég nóg af peningum fyrir því líka. Jæja, best að halda áfram að lesa Siðfræðina.. en fyrst á ég skilið að fá mér Rís...
23 janúar, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Híhí....
sá þig alveg fyri mér í þessari múnderingu að gæða þér á Rísi,sleikjandi út um með peningana í fanginu.
Skrifa ummæli