25 apríl, 2007
Fegurð
Einhverntíma gaf ég Gítarleikaranum snyrtitösku. Var orðin leið á þessum pokadruslum þegar við fórum í ferðalög. Hann var einstaklega hrifinn af þessari gjöf og hafði orð á því hvað taskan væri karlmannleg. Stór, tvö hólf, dökkblá og rúsínan í pylsuendanum - það var mynd af akkeri framan á töskunni. Það fyndna er, að hann kallar þessa karlmannlegu tösku aldrei annað en "bjútí-box". Greinilega er mjög mjúkt fyrir innan hörðu skelina, ójá.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
það er nú bara þannig að mjúku pakkarnir með smá hörðu inni í eru alltaf bestir...
....og öfugt er það ekki stelpur!
Gítarleikarinn hringdi í okkur frá Spáni í gær til að segja okkur hvað honum þætti vænt um okkur, hann er sko mjúkur maður.
Skrifa ummæli