Þetta er ústýnið úr hótelglugganum okkar. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. Fengum morgunmat upp á herbergi eins og kóngafólki sæmir. Fór svo út að labba meðfram vatninu, kíkja í búðir og sóla mig (hitinn er núna 27 gráður og klukkan að verða hálfsjö).
Morgundagurinn fer í ferðalög - sé þó fram á að geta dúllast í sælunni í Montreux fram að hádegi. Lífið ER gott!
5 ummæli:
Mín að nota tímann í Frakklandi til að blogga!!
Ertu þar í alvörunni?
Bíddu bíddu....hvar ertu????
Hélt þú værir að pakka niður og flytja og þannig stúss --og á leið hinga vestur á firði???? vannstu í Lottóinu????
Já það er s.s. ekki bara ég sem týndi þér..... Þetta er eh dúbíus!! En alla vega þá er ég farin að sakna þín og Nína Rakel farin að sakna þín ennþá meira! KNÚS
Ojjj barasta, maður mátti ekki alveg við þessu í maíhretinu hérna á Íslandinu.
Njóttu í botn fyrir allan peninginn :) - settu smá sælu í töskuna svo þú getir tekið upp og notið þegar þú ert komin heim í hversdagsleikann.
Elti Óla til Sviss, var farin að sakna hans svo mikið. Svo erum við að fara keyrandi vestur á morgun með hele húbbenn.. eins gott að það verði heitt á könnunni þar þó það sé kalt úti!!
(er með smá sælu neðst í töskunn - ætla að spara hana aðeins..)
Skrifa ummæli