15 maí, 2007

Sorteringar

Já það er leiðinlegt að pakka, svo mikið er víst. Eitthvað svo mikill tvíverknaður - troða öllu ofan í kassa bara til að taka það upp aftur.
Svo ég ákvað að byrja á því leiðinlegasta, en ég er búin að lofa sjálfri mér því að fara í gegnum alla pappíra, myndir og dót sem mér finnst vera út um allt hús í misstórum hrúgum. Hugmyndin var sú að vera með nokkra skókassa og sortera í þá þetta smotterí. Svo gæti ég þá keypt mér passlega IKEA kassa og merkt þá snyrtilega með svörtum penna
"MYNDIR"
"EINKUNNIR"
"REIKNINGAR"
þessu gæti ég svo raðað huggulega í nýja skápa í nýju húsi þar sem aldrei verður drasl eða óregla frekar en í IKEA bæklingi.
Ég byrjaði á að finna ágætan skókassa til að setja í fyrsta einkunnaspjaldið sem ég fann á flækingi. Síðan opnaði ég fyrstu skúffuna. Efst í henni voru tvær bækur, önnur eftir Arnald Indriðason sem ég er að hugsa um að skila ólesinni, og hin eftir Yrsu Sigurðar. Ég kastaði mér upp í óumbúið rúmið og byrjaði á Yrsu. Hún lofar góðu. Sortera meira á morgun - kannski finn ég fleiri bækur :P

7 ummæli:

Syngibjörg sagði...

jííí hvað það er gaman hjá þér; sortera, pakka, flytja , taka upp úr kössum og finna dótinu nýjan stað á nýja heimilinu. Hvenær flytjið þið???

Nafnlaus sagði...

Sagði einmitt við systur þína í gær að þið fengjuð víðáttubrjálæði eftir flutninginn!

Og trúðu mér það er æði!! Miklu minna drasl í stórum húsum! ;)

Nafnlaus sagði...

Verst hvað maður er fljótur að fylla nýju húsin aftur af nýju drasli ;).

Meðalmaðurinn sagði...

Ég kýs að treysta á Rakel í þetta skiptið og trúa því að í stærri húsum sé minna drasl - allavega þangað til annað kemur í ljós!
Við fáum afhent í byrjun júní og afhendum okkar 20.júní. Í millitíðinni ætlum við að skipta um ÖLL gólfefni, megnið af gluggunum, mála allt og henda út heilu baðherbergi.. veit ekkert hvenær við getum flutt inn :S

Nafnlaus sagði...

þú þyrtir að fá svona hendunaráráttu eins og ég er með.... þá safnar maður aldrei drasli... eina sem er slæmt við það að maður sér stundum eftir því sem maður hendir....

Nafnlaus sagði...

Ég er líka að reyna að fá svona hendunaráráttu....vona stundum að hún sé smitandi.

Hefur því miður ekki tekist alveg nógu vel..ennþá! Geymi ennþá lítil brot af dóti sem enginn leikur sér með - svona ef ég skyldi einhverntíman líma það saman!!

Nafnlaus sagði...

.........ég vona að þú verðir flutt þegar ég flyt heim svo ég geti komið í heimsókn og tekið slotið út........það er rúmt ár í það....áfram áfram!