17 maí, 2007

Uppstigningadagur

Ekki nóg með að það hafi verið grenjandi slagviðri, rok og rigning og allt það, heldur hafði Stubbalingur ekki minnsta áhuga á dýrunum á bænum. Inni í fjárhúsin var ein ærin að bera, nei ekki hélst hann við þar litli prinsinn, það var svo vond lykt! Í hinu húsinu voru litlir hvolpar og kettlingar, kanínur og kanínuungar, hani og hrúga af litlum krúttlegum "páskaungum" - þar var líka vond lykt (ekki fann ég hana). Hann sat bara úti í rigningunni, kúrði sig upp að ruslafötunni og heimtaði að Harpa frænka kæmi á bílnum að sækja hann!
Ég sem hélt að ég væri að gera honum greiða með því að fara í sveitaferðina - hann lét hins vegar eins og hann hefði verið að gera MÉR greiða!!
Ósköp er ég glöð að bekkur miðjukrúttsins er hættur við að hittast í Öskuhlíðinni seinna í dag og ætlar að hittast í skólanum í staðinn. Skelf inn að beini!!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hefðir bara átt að hringja í Hörpu (eða Birgittu) frænku og láta bjarga ykkur úr þessum óþverra!
B

Nafnlaus sagði...

Dæmigerð sveitaferð!! BRRRRR!
Svo er sagt að foreldrar eigi að eyða meiri tíma með börnunum sínum!

Nafnlaus sagði...

Enn og aftur þá held ég að stubbalingur sé eh skyldur mér......

Syngibjörg sagði...

Hló dátt, því þetta var nákvæmlega eins lýsing á því þegar ég fór með Ponsí í sveitaferð hér um árið. Fékkst ekki með nokkru móti inn að skoða dýrin því það var svo VOND FÝLA. Eru þau eitthvað skyld????