23 ágúst, 2007

Ekkert merkilegt

Ég hlusta stundum á Bylgjuna í bílnum. Undanfarið hef ég þurft að skipta yfir á einhvern annan ófögnuð þegar auglýsingarnar byrja, því að stúlkan sem les þær notar alltaf flugfreyjutóninn (syngjandi upp og niður.. skilljú?). Ég held að maðurinn sem leikles fréttir og tilkynningar sé á sömu stöð. Það hljómar mjög skringilega.

4 ummæli:

Birgitta sagði...

Hvað ætli GuðKrist segi um það?

Birgitta sagði...

Eða Drekafrúin kannski heldur...

Nafnlaus sagði...

Gæti ekki verið meira sammála :) Í bílnum hjá mér er ýmist falskur Mozart eða útvarp Latibær sem kemur jú skemmtilega á óvart...

Nafnlaus sagði...

Hef einmitt staðið mig að því að herma eftir þessari rödd og hugsa..."hvernig er þetta hægt"??