Eftir vel heppnaða heimsókn á hárgreiðslustofuna, langar mig oft að bruna beint í búð og kaupa mér eitthvað nýtt í stíl við nýja hárið.
Ekki í dag.
Ég brunaði bara heim og fór beint undir sæng. Þar veltist ég í ógleðikvölum í sex klukkutíma, þartil mér tókst að æla.
Ekki gott.
Eftir það líður mér ögn betur, nógu vel til að blogga um hryllinginn. Vona að þetta verði búið, í síðasta lagi á morgun.
Hárið hefur það fínt.
24 ágúst, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Vá hvað ég skil þig, við 3 elstu í fjölskyldunni erum búin að vera svona síðasta sólarhringinn (ekki ný klipp þó!!) Ég segi oft að ganni mín við þá sem veikjast svona og kvarta "og margfaldaðu með 35 vikum og þá færðu líðan mína á meðgöngum...." (ekki mjög vinsæl....ekki mikil vorkun þar)
Helga Bryndís
Já Helga mín, það er nú með ólíkindum að þú hafir lagt þetta á þig fjórum sinnum.. SJÁLFVILJUG! Maður hefði allavega haldið að þú værir búin með þinn skammt og þyrftir ekki að veikjast með fjölskyldunni líka.
Vonandi ertu betri og ég bið að heilsa hárinu.
Skrifa ummæli