
Veðrið var frábært alla ferðina. Þarna erum við í útsýnisferð um sýki Kaupmannahafnar (að sjálfsögðu erum við að skoða borgina og bygginarnar, en ekki sýkin).

Eftir langan dag í búðum, siglingum, búðum og labbi, var mikil rekistefna um kvöldmat. Rökkvi vildi ís, Katla vildi djúpsteiktar rækjur og Magna eitthvað gott. Við enduðum á frábærum sushi stað seint um kvöld. Fengum frábæran mat og enn betri þjónustu. Eigandinn var einstaklega hrifinn af Stubbaling. Staðurinn heitir Damindra, mælum með honum, öll fjölskyldan.

Afmælsdegi Kötlukrúttsins eyddum við í Tivoli. Sól og hiti, rússíbanar og Hard Rock. Þarna er hún í bangsabúðinni þar sem Doddi Draumaland varð til og bættist í fjölskylduna.
Þið sem viljið skoða fleiri myndir verðið bara að koma í heimsókn.
2 ummæli:
Ég panta myndasýningu í slotinu mjöööög bráðlega!
Æi hvað þið eruð sæt og fín.
Og köben er auðvita bara yndisleg.
Er þar einmitt núna:O)
Skrifa ummæli