Málarinn er að vinna niðri og hóaði í mig áðan til að spyrja hvort við værum búin að breyta arninum í fuglabúr. Og viti menn, litla stýrið hafði ratað niður. Ekki eins fjörmikill að klessa á glerið eins og sá fyrri, enda þrekaður eftir tveggja daga veru í rörunum. Tók því ekki að grilla hann svo við slepptum honum út. Jæja, hvenær skyldi svo næsti detta niður...
(Þessi kom m.a. þegar ég gúgglaði starra. Aldrei mundi ég skýra son minn Starra)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli