01 október, 2007
The Birds 2?
Ætla rétt að vona að það sé ekki einhver ógeðsfuglinn búinn að finna sér leið inn til mín. Þá tryllist ég. Er búin að heyra einhver dularfull hljóð hérna uppi í risi í morgun. Tvisvar. Finn samt ekki neitt. Hneta var líka mjög skrítin í morgun og starði í sífellu upp eftir kamínunni. Ég sá nú ekkert þar, kannski eitthvað ógeðið sé fast í strompnum. Ef svo er, þá fær Gítarleikarinn sko að grilla það á morgun þegar hann kemur frá útlöndum. Sko eins gott að kenna þessu liði í eitt skipti fyrir öll, hvað það getur haft í för með sér að villast inn til Geðveiku Hitchcock Húsmóðurinnar. Læt vita ef eitthvað markvert gerist. Vonandi ekki.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli