29 september, 2007
Aðlögunarhæfni
Það er ekki langt síðan ég komst bara þokkalega af með að fara í sturtu annan hvern dag. Það kom jafnvel fyrir að það liðu hátt í 3 dagar á milli baðferða. Og ég var bara ekkert skítug eða illa lyktandi þrátt fyrir það (held ég..) En eftir að sturtan okkar komst loksins í lag, er ég ómöguleg ef ég fer ekki í sturtu minnst einu sinni á dag. Merkilegt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þetta getur flokkast undir fötlun þetta með að verða háður sturtunni.
Ég heiti Rakel og er sturtufíkill.
ps.
Fékk reyndar þessa fínu ferðasturtu í afmælisgjöf frá vinkonum mínum. Þær ætla nefnilega að fá mig með sér í nokkurra daga göngu á næstu árum.......!!
Klæj, klæj! ;)
Skrifa ummæli