Mamma og pabbi gáfu mér nýtt og fínt píanó.. minnir að það hafi verið þegar ég var í kringum 15 ára aldurinn. Síðan þá hefur það fylgt mér í allar mínar íbúðir í Reykjavík, og þær hafa nú verið nokkrar. Eitt eða tvö sumur var það m.a.s. geymt heima hjá Svenna frænda í Karfavoginum til að forða því frá flutningum á milli landshluta. Mest var mér þó blótað þegar ég flutti með það í litlu sætu risíbúðina mína, en upp í hana lá mjór stigi í sveigjum. Fjórir fílefldir píanóflutningamenn fóru grátandi frá mér daginn þann. Ekki var gleði þeirra mikil þegar ég hringdi í þá rúmum tveimur árum síðar og bað þá vinsamlegast að bera það niður aftur. Vanir menn og allt það!
Núna erum við búin að vera píanólaus í allt sumar, enda hefur íbúðin ekki verið við hæfi virðulegs hljóðfæris fyrr en nýlega. Stóri dagurinn rann svo upp á mánudaginn, en þá var það borið í hús með mikilli viðhöfn við almennan fögnuð heimilisfólks (aðallega móður og mið
jubarns). Að sjálfsögðu var það tekið inn um forsetasvalirnar á annarri hæð, annað væri vart við hæfi. Myndir segja meira en mörg orð:
Alrei hefur píanóið mitt komist jafn örugglega jafn hátt upp með jafnlítilli fyrirhöfn. Vantar reyndar mynd af risakrananum sem sá um verkið...
(Mér telst svo til að píanóið mitt verið í 8 íbúðum eftir að það flutti með mér til Reykjavíkur)
4 ummæli:
Vá hvað þú ert búin að vera dugleg að blogga! Er námsefnið virkilega svoooona leiðinlegt? Bíð spennt eftir því að þú komir heim úr skólanum og kjaftir aðeins við mig ;).
Knús
Sá glitta í þessar fínu súlur undir píanóinu fljúgandi! Skyldi Geiri vita af þessu?
Ég hefði ekki getað horft á og hvað þá tekið myndir. Og er tónlistarherbergið tilbúið?
Var meistari Steini að verki við flutningana? Ég fæ engan annan til að flytja mitt píanó - og hef einmitt fylgst skjálfandi á beinununum með því svífa yfir trjátoppa á leið inn og út um svaladyr...
Skrifa ummæli