Ósköp var ljúft að koma út í morgun, engin rigning sem lamdi andlitið og ekkert rok sem skók líkamann. Notalegt að labba í skólann í fylgd Miðjubarnsins, við erum svo heppnar að skólarnir okkar eru á sama punktinum. Hún var eins og lítið litaspjald, í gulu buxunum sínum, grænum regnstakk með neongræna húfu og græna skólatösku, skórnir túrkisbláir. Enda er hún mikið fyrir glaðlega liti og grænt er uppáhaldsliturinn hennar. Mamman í öllu grænu nema skónum sem eru appelsínugulir. jájá, skrautlegar mæðgur. Myndina af þessum fallegu berjum tók ég hins vegar úti í garði hjá mér í vikunni.
13 september, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ég hugsaði bara um jólin þegar ég sá þessa mynd :)
sama hér
Við í fyrsta bekk höfuð verið að fjalla um reyniber - ættum kannski að koma í garðinn þinn og skoða þessi! Heitir tréð silfurreynir?
Jóla hvað, þið eruð nú meiri rugludallarnir!!
Já Rakel, ég held að tréð heiti einmitt silfurreynir, enda er þetta mjög líkt hinum hefðbundnu reyniberjum. Laufblöðin eru svipuð en trén mun lægri, meira eins og runni.. allavega í mínum garði ;)
Skrifa ummæli