07 september, 2007

Superwoman

Ég er búin að vera í leiðindagír undanfarna daga. Nenni ekki neinu. Þegar ég ætla að hrista þetta af mér og gera eitthvað, fer tíminn í að pirra mig yfir því sem þarf að gera ÁÐUR en ég geri það sem ég get gert. Svo ég geri bara ekki neitt. Er búin að hanga þeim mun meira í tölvunni, eins og lesendur hafa líklega orðið varir við. Veit að þetta bráðnar af mér á morgun, þá fletti ég upp skyrtunni og stóra essið á bringunni kemur í ljós, gleraugun hrökkva af nefinu á mér og lærin verða vöðvastælt. Þá verður sko tekið á málunum. Þangað til ætla ég að hanga í tölvunni og borða allt súkkulaði og allan ís sem ég finn í íbúðinni. Jebb, thank God it's Friday!!

4 ummæli:

Syngibjörg sagði...

Las tvisvar til að fatta þetta með stóra essið og gleraugun hahaha.... hvernig gengur hjá ofurkonunni í dag?

Birgitta sagði...

Já einmitt, hvernig gekk ;)???

Syngibjörg sagði...

VIltu skila hamingjuóskum til Mögnu Rúnar frá afmælisdagafrænkunni:O)

Nafnlaus sagði...

Sælar súperkona.

Nýjar víddir hafa opnast.

Eftir að hafa lesið mig í gegnum nokkrar færslur og gluggað í kommentakerfið sé ég að hér er greinilega heill saumaklúbbur sem ég vissi ekki um.

Gaman að því.

Til hamingju með Mögnu í gær. Við urðum sjálfráða á hennar aldri. Hugsaðu þér.

Við vorum líka busaðar almennilega (þ.e. ómannúðlega). Hún fékk Þórsmerkurferð.

Heimur batnandi fer.