Byrjaði daginn á bakstri fyrir afmæli minnar kæru frænku. Agalega fín ostakaka með oreo kexi, smjöri og pecan hnetum í botninum. Ofan á það fer skyr, rjómi, rjómaostur og vanillubúðingur eftir kúnstarinnar reglum. Allt fer þetta í réttum lögum ofan í gamla lúna smelluformið mitt. Sem ég er að forfæra gúmmulaðið af eldhúsbekknum yfir í ísskápinn, verður mér á að reka puttann lítillega upp undir botninn á forminu. Við það gerir tertan sér lítið fyrir og hoppar upp úr forminu og skellur á gólfinu..
AAARRRRGGGHHHH!!
En betur fór en á horfðist. Ég hafði nefnilega sett ríkulega af bökunarpappír í botninn og það fór ekki svo mikið sem sletta út fyrir hann. Svo ég raðaði tertunni eftir bestu getu ofan af pappírnum og í formið aftur og inn í ísskáp. Hef ekki treyst mér enn til að skoða hvort hún er afmælishæf.
Get ekki annað en pælt í hvort að ég hafi verið skjálfhent af völdum morgunverðarins. Hann samanstóð af einu súkkulaðihúðuðu oreo kexi (hefðu orðið fleiri ef fjölskyldan hefði ekki fengið sinn skammt og restin farið í kökuna), tveim lúkum af Hrís kúlum og einni eða tveim að súkkulaðirúsinum. Svo sleikti ég auðvitað restina innan úr skyr/rjóma/vanillubúðings/rjómaosts skálinni og hvolfi í mig úr tveim vatnsglösum með þessu. Kannski ekki það staðbesta, en vatnið er allavega hollt!
Annars bara óska ég afmælisstelpum dagsins innilega til hamingju, en það eru:
Eva Baldursdóttir 10 ára
Anna Borg Friðjónsdóttir 13 ára
Kartín María Gísladóttir 16 ára.
Allt rosalega flottar stelpur!!!
14 október, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Mmmm langar í uppskriftina að þessari ostaköku!
Skrifa ummæli