26 október, 2007

Skrítið

Gott að vera sest niður rúmlega 8 og byrjuð að læra, vitandi það að ég fer í skólann eftir hádegi og svo til Ísafjarðar. Jibbí. Skrítið samt að logga sig inn á WebCT og vera þar ein í báðum fögunum sem ég tek í fjarnámi. Bara eins og að sitja ein í kennslustofunni! En þetta er nú bara af því að Birgitta er fjórum tímum á eftir mér, svo að núna sefur hún sem fastast á sínu græna eyra.. eða var það blátt? Best að halda áfram að hlusta á fyrirlestur í setningafræði (birrrrr...)

Skítaveður, skítaveður, skítaveður - það verður orðið gott þegar ég flýg af stað með ungana mína seinnipartinn.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Juminn hvað þú ert dugleg! Njóttu helgarinnar í dekurlandi :)