
Ég er eitthvað svo slæm á taugum eftir allar sprengingarnar hérna í nágrenninu. Enda er krafturinn í þeim að aukast ef eitthvað er, jörðin hristist undir fótunum á mér minnst 5 sinnum á dag (fer eftir því hvað ég er mikið heima), og alltaf hrekk ég jafnmikið í kút. Hvort sem þeir muna eftir að setja loftvarnarflautuna á áður eða ekki.
Held ég fari og kaupi mér eitthvað hjartastyrkjandi á kostnað verktaka, ætli það megi?