30 janúar, 2008

Þvottadagur

Það er janúar í mannskapnum. Stubbalingur pirraður, erfitt að sofna, erfitt að vakna, erfitt að vera á leikskólanum, erfitt að vera heima, hann er líka búinn að vera svo kvefaður. Miðjukrúttið er ekki heldur upp á sitt besta, únglíngurinn er þreyttur.
Önnin í mínum skóla hófst af krafti strax í upphafi og það eru verkefnaskil og lestur og verkefnaskil, og smá útsaumur og aðeins að prjóna. En daginn lengir, hægt, hægt...

Engin ummæli: