18 janúar, 2008

Allt stíflað

Það kom semsagt í ljós að tölvan mín var fárveik þegar hún lagðist inn á spítalann, ég sem hélt að þetta væri bara smá kvef. Þegar hún kom loks heim var búið að skipta um harða diskinn, setja nýtt stýrikerfi og nýtt lyklaborð. Váts.
Ég er rétt um það bil að ljúka við að setja inn öll forrit og kynnast tölvunni minni upp á nýtt. Ofan í það er ég auðvitað að setja mig inn í 5 ný fög í skólanum, hvert öðru meira spennandi og áhugaverðara. Núna er ég í tveimur textíláföngum, tveimur bókmenntaáföngum og einum málfræðiáfanga. Ég hef því engan tíma til að stunda útivist eða íþróttir, ég þarf nefnilega að lesa svo mikið af skemmtilegum bókum ;) Ekki slæm afsökun það!!

Þessi færsla er sett inn til að losa um alvarlega ritstíflu og bloggfælni, vona að það sé hér með frá.

Engin ummæli: