Sko, ætlið þið virkilega að reyna að telja mér trú um það, að það sé í alvörualvöru til fólk sem startar heilbrigðu líferni strax í byrjun janúar? Þessir líkamsræktar- og hollustufrömuðir sem brosa í Fréttablaðinu, 24 stundum og Gestgjafanum, gefa okkur uppskriftir af hollum degi og hvernig eigi að koma sér af stað í ræktinni, er þetta alvöru fólk?
Meina, ekki veitir manni af fituforðanum í mesta kuldanum og myrkrinu í janúar. Enda læt ég svona predikanir ekkert á mig fá, fæ mér bara mitt Sviss Miss og ristað brauð með osti og sultu í hádeginu. Ekkert grænt með því takk.
30 janúar, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Held þetta sé bara alveg rétt hjá þér! Ég einmitt ætlaði að taka janúar með trompi í hollustu og ræktinni og það veldur engu nema pirring og orkuleysi. Held ég taki þig bara til fyrirmyndar og fái mér Swiss miss og ristað brauð :) Gangi þér vel í öllum lærdómnum!
Algerlega sammála ykkur, fæ samt alltaf brjálaðan móral þegar að ég sé einkaþjálfarann koma heim um kl. 2 á daginn vitandi að hún sé búin að vera í ræktini síðan kl. 6 og hún kasólétt í þokkabót. Þannig að núna er dregið fyrir alla glugga hjá mér sem snúa í suður þannig að ég verð ekki vör við hana meðan að ég heng inni drekk kaffi og borða súkkulaði.
Húsmóðirin í Björtusölum
Skrifa ummæli