20 febrúar, 2008
Hófdrykkja
Mikill hausverkur í gær, engar pillur sem virkuðu. Svo ég þreif - ryksugaði og skúraði, jú kraftaverkin gerast enn! Eldaði fyrir börnin mín og mig, við gengum frá í sameiningu og svo bara hreint og fínt og kerti og kósíheit. Nema hausverkurinn sem engar pillur virkuðu á. Svo kom mamma "heim" og við fengum okkur rauðvín og spjölluðum til miðnættis. Svaf alveg rosalega vel og vaknaði eldhress og laus við allan hausverk. Rauðvín er töfralyf.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Sálinn í ævistarfinu sagði í fyrirlestri í dag að "jafnvel hófdrykkja, svona 2-3 glös á dag, væru skaðleg fóstri á meðgöngu".....!
Eigum við sem ekki erum óléttar ekki bara að stefna að svona hófdrykkju!! :)
Tjahh.. þetta kalla ég allavega almennilega hófdrykku, líst vel á þennan sála (sérstaklega fyrir okkur ó-óléttu)
Skrifa ummæli