Í dag er sprengidagur (hjá mér eru reyndar allir dagar sprengidagar ef út í það er farið). Ég hef aldrei eldað saltkjöt, þrátt fyrir að hafa rekið heimili í hátt í 20 ár - samt finnst mér það voðalega gott. Stundum hef ég vælt út matarboð hjá máginum sem er ekki bara viljugur og góður kokkur, heldur líka duglegur að halda í hefðir. Oft hef ég bara sleppt því að borða saltkjöt.
Núna varð þörfin fyrir saltkjöt á sprengidag allt í einu svo yfirþyrmandi að ég hringdi í pabba gamla og fékk "uppskriftina". Gítarleikarinn skaust í búð eftir kjöti og baunum (hringdi reyndar og spurði hvort það ættu ekki örugglega að vera þessar grænu!!) og ég hanteraði á meðan hann fór með Stubbalingi að vígja skíðin á Miklatúni.
Játs, Stubbalingur fékk gefins gömul skíði í hitteðfyrra og við vorum að láta senda okkur þau að vestan, fínt að byrja að æfa fyrir páskaeggjakeppnina á Seljalandsdal um páskana.
Lyktin læðist um húsið - namminamm....
05 febrúar, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Púmm hér líka!
En púmm er betra en dúmm!
mmmmm......og þykk baunasúpa með beikoni og sætum kartöfflum....mmmmm
Skrifa ummæli