Bara smá uppfærsla á atferlismeðferðarprógrammi.
Á þriðja degi var staðan 2-1 fyrir foreldrum og kvöldið var einstaklega ljúft. Bara prógrammið, bursta-pissa-lesa-hlusta-kúra og síðan ekki múkk í Stubbi.
Á fjórða degi fóru foreldrar út að borða í tilefni af afmæli fagra gítarleikarans. Í stuttu máli þá rústaði Stubbalingur heimasætunni og íbúðinni í leiðinni. Svo nú í morgun voru góð ráð alls ekki ódýr. Foreldrar upphugsuðu ýmislegt sem þau áttu í pokahorninu til að barnið yrði að manni seinna meir en leiddist ekki út í óreglu og vesen vegna slaks uppeldis af þeirra hálfu.
Hvað gerir Stubbalingur þá - jú, hann teflir fram stærsta trompi barns í uppeldisbaráttu við foreldrana og tryggði sér þannig endanlega sigur í fyrstu lotu.
Það var hringt af leikskólanum fyrr í dag. Stubbalingur er veikur.
14 febrúar, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
þetta er nú meiri langa vitleysan með hann stubbaling, eru ekki til einhverjar þjálfunarbúðir fyrir svona gaura??
Óskaðu stóru systir til hamingju með stóra daginn í dag!!
(ekki spurja af hverju ég man eftir þessu afmæli ég get ómögulega svarað því ;))
Skrifa ummæli