Jæja. Ég er búin að vera furðu hraust í vetur. Sjö-níu-þrettán, knock on Wood og allt það. En undir lok seinni staðlotu með tilheyrandi verkefnaskilum og tímasóknum, sem kom nota bene í lok mikillar vinnutarnar sem hefur staðið sleitulaust síðan skólinn hófst í janúar, fékk ég magakveisu.
Hún er ömurlegt.
Mér finnst ég einhvernveginn ekki vera almennilega veik heldur meira svona aumingi. Bara illt í maganum og orkulaus og þreytt og langar bara að leggja mig og sofa og sofa. Og bara illt í maganum. Og sofa. Og aumingi.
Svo núna verður látið reyna á læknisráðið sem er heimatilbúið og mitt eigið, svo langt sem það nær. Minnug hausverksins sem hrjáði mig marga daga og tók ekkert mark á pilluáti og hvarf ekki fyrr en eftir rauðvínsdrykkju - þá hef ég nú opnað hina fínustu Merlot flösku og er byrjuð að súpa á. Skál!!
(Aumingja Snæfríður í "Stígur og Snæfríður" er líka veik. Hún er nú samt of ung fyrir rauðvín)
02 mars, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Tekurðu lýsi? Ef þú færð þrálátan hausverk áttu að hætta því!!!! Spurning hvort það gildir líka um magaverk?!
Hvernig virkaði svo Merlotið? Samt svoldið öfug rökfræði því mallapínan byrjaði EFTIR rauðvínsdrykkju manstu :p (híhí).
Skrifa ummæli