Hljóp á snærið hjá minni. Sem ég rápaði í gegnum risastóra ranghalda grænmetisganga Bónuss, ákvað ég í hjarta mínu að taka eina hollustuviku fyrir páska. Gítarleikarinn byrjaði í síðustu viku og er búinn að smita mig. Helvískur.
EN.
Þurfti auðvitað að endurraða í ísskápinn til að koma öllu þessu fyrirferðarmiklu grænmeti fyrir. Fann þá m.a. næstum fullan poka af súkkulaðihúðuðum cashew-hnetum, sem er uppáhaldið mitt.
Hann er búinn núna.
Á morgun byrjar hollustan.... vonandi :P
09 mars, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Þetta er eina leiðin til að taka heilsuviku - taka óhollustudag þar sem maður klárar allt óhollt innan seilingar :p.
Hahaha!
Skrifa ummæli