26 mars, 2008

Þegar Hneta fann mjálmið

Get svo svarið það, þegar Gítarleikarinn kom heim með Hnetu í gær, hélt ég að hann væri að koma með vitlausan kött. Það var mjálmað út í eitt. Held nefnilega að Hneta hafi tapað mjálminu í einhverjum af svaðilförum sínum á yngri árum. Eftir að ég hitti Krúsí hennar Birgittu komst ég hreinlega á þá skoðun að kötturinn væri mállaus (mjálmlaus??).

En hún hefur greinilega fundið mjálmið í Hafnarfirðinum þar sem hún eyddi síðustu viku, meira utandyra en innan að mér skilst. Nema hún hafi verið að reyna að segja mér svæsnar kjaftasögur úr plássinu...

1 ummæli:

Birgitta sagði...

Æji gott að hún fann mjálmið sitt, vona bara að hún taki ekki sömu törn og Krúsílús