Ég sagði þér um daginn frá langþráðu borðplötunni sem er loksins komin í hús og á að fara á baðið. Hún stendur enn upp við vegginn.
Í nóvember voru sérpantaðir hurðahúnar í Brynju, alveg eins og voru í öllum húsum sem voru byggði í kringum 1950. Þeir voru komnir í hús í byrjun desember. Þeir eru ennþá í kassa uppi í skáp, nema sá sem fór á baðherbergið - ég er reyndar hætt að taka eftir því að það eru engir hurðarhúnar hjá mér, nema þegar kassinn er að þvælast fyrir mér.
Sturtuhausinn stóri og dýri á samt metið. Hann er búinn að liggja í þessum sama skáp síðan í nóvember held ég bara. Erum að spara hann og notum bara þennan bráðabirgða á meðan. jájá.
En það er byrjað að klæða hryllingsherbergið, sem þýðir að efri hæðin er í rúst. Ekki fleiri fugla hingað inn, takk fyrir!
08 apríl, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hvað er að heyra - þú lætur bara elsta barnið taka til á efri hæðinni og málið er dautt!!!!;)
Skil þó að þú verðir fegin að losna við þessa furðufugla sem sækja í þetta hryllingsherbergi!
Skrifa ummæli