30 apríl, 2008

..og ekki dauður enn (frekar en Pálmi Gunnars)

Nei þeir eru nú ekki alveg á því að gefast upp starrarnir þó svo að hér sé búið að múra upp í flest skotin þeirra. Það voru óttaleg læti og fyrirgangur hérna rétt áðan, sem endaði með óvenju miklu stuði í arninum mínum. Ég er að fatta það núna hvað arinninn var hreinn í hin skiptin sem ég þurfti að hleypa út fugli. Núna var hann fullur af ösku og hálfbrenndum pappírssnifsum. Ætli gítarleikarinn hafi verið að brenna leynipappíra... hummm....

Allavega, afraksturinn er óhreint parket, sem er nú lítið mál að ryksuga. Hér er mynd af vettvangi:


(Tupperware hnoðskálin kemur sér vel þegar þarf að koma út óæskilegum fiðruðum vinum)

En það sem verra er:
ÞAÐ ERU SÓTUG FÖR EFTIR FUGLSFÆTUR Í HVÍTA LOFTINU MÍNU!!







Þetta flokkast undir skrítnustu bletti sem ég hef þurft að þrífa á heimilinu, getur einhver toppað?

4 ummæli:

Syngibjörg sagði...

obbosíí... nei ég get ekki toppað þetta

Birgitta sagði...

Úff! Ekki ég heldur. Var fuglinn í svo miklu stuði að hann gekk á loftinu? Hefði verið spes að sjá þetta...

Nafnlaus sagði...

Ojbarastaullabjakk!

Nafnlaus sagði...

Frábært.....! Hlýtur að fara að taka enda!