Ef ég væri karlmaðurinn í hjónabandinu og hinn helmingurinn væri bloggari, þá fengi ég eflaust hrós á weraldarwefnum fyrir eldamennskuna öðru hvoru. Ég er nefnilega þrusufínn kokkur og líka ótrúlega klár að búa til mat úr engu. Þar sem ég er kona þykir þetta bara sjálfsagður hæfileiki og ekkert til að tala um og því neyðist ég hreinlega til að hrósa mér sjálf.
Ég sat í letikasti klukkan korter í sjö og liðið farið að kvarta undan hungri. Rétt fyrir hálf-átta bar ég á borð léttsteiktan fisk með ferskum engifer, hvítlauk og heimalagaðri kínverskri sósu, nýbakaðar bollur og hrísgrjón. Allt "made from scratch", að sjálfsögðu. Heppinn þessi Gítarleikari að eiga svona frábæra konu! (Þið megið alveg hringja í hann og minna hann á það, get sent símanúmerið í e-mail).
13 júní, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég tek ofan fyrir þér! Hjartanlega sammála þér með hvað Gítarleikarinn er einstaklega heppinn maður.
Vá bíður þú upp á námskeið fyrir aðrar húsmæður sem búa ekki svona vel????
Helga Bryndís
ps. hann Óli er MJÖG heppinn með BETRI helminginn sinn...
Skrifa ummæli