01 júní, 2008

Kvefpest

Ég er svo seinþroska. Sem dæmi er ég að taka út flensu- og kvefpestirnar núna sem flestir kláruðu í febrúar eða mars í síðasta lagi. Svo það er ástæða fyrir almennu andleysi mínu - heilinn er ekki mjög aktívur svona í horbaði. Vona bara að hann liggi ekki undir skemmdum.



En eftir að ég kláraði skólann og áður en ég fékk kvef - þá var ég í New York. Ég tók ekki mikið af myndum, en hérna er ein af Birgittu á Hotel Chandler (nei, ekki Bing)




Svo er þetta útsýnið af hótelherberginu sem við Óli eyddum síðustu nóttinni á. Það var við Central Park en við höfum líklega ekki borgað nógu mikið til að fá útsýni yfir garðinn. Útsýnið var engu að síður tilkomumikið og ég tímdi ekki einu sinni að draga fyrir þegar ég fór að sofa.


Þess á milli gisti ég heima hjá Birgittu og það var auðvitað besta hótelið.
Nú þarf ég hins vegar nauðsynlega að snýta mér....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Velkomin heim!!
Hjá okkur er líka kvef í gangi...sniff, snuff, snork, hóst, ræsk......!

Birgitta sagði...

Greinilega aðeins flottara útsýni hjá Trump en hjá Chandler...