Núna á eftir er ég að fara að sækja Stubbinn minn á leikskólann - eins og ég geri nánast á hverjum degi. Dagurinn í dag er mjög sérstakur, því að þetta er síðasti dagurinn hans á leikskólanum. Það sem gerir hann ennþá sérstakari er að ég hef ekkert barn sem ég get lagt inn í staðinn fyrir hann. I'm all out of babies!!
Sólhlíð er kvödd með miklum söknuði. Þar eyddi Miðjukrúttið sínum leikskólaárum og Stubburinn byrjaði þar áður en hann fæddist, því að ég var að vinna þar tímabundið þegar ég var ólétt af honum. Besti leikskóli í heimi - besta starfsfólk ever. punktur.
26 júní, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Aldrei of seint að leggja í eitt í viðbót ;) he he. Annars máttu alltaf fá leikskólastelpuna mína lánaða.
Já takk Arna mín, það er sko gott að eiga hana að ;)Fyrri hlutinn telst varla svaraverður....
Úps.....og hann er ekki einu sinni að fara á hinn staðinn með öllu frábæra starfsfólkinu ;)!
Þú átt nú eftir að sækja hann í heilsdagsskólann næsta vetur, huggaðu þig við það...!
Þetta er svolítið skrítin tilfinning en alveg ÆÐISLEG. Finnst alveg magnað að eiga bara skólakrakka.
Nýr kafli í lifinu - njóttu:O)
Ertu að segja mér að þú sért tölvulaus og netlaus í firðinum fagra??? Alla vega þá sakna ég þín í netheimum :)
Átti að vera Margrét Arna!
Uss.. er að reyna að fá nettenginuna í Sumarhöllina en þeir heimta marga, marga daga í það - þó svo að allt batteríið sé til staðar og þurfi bara að opna fyrir símanúmerið. Sakna þess líka að geta ekki bloggað :P
Ég er nú bara farin að sakna þess að fá engar færslur frá þér...
Skrifa ummæli