05 ágúst, 2008
Rautt, rautt, rautt....
Jæja. Þá er ég búin að labba með Stubb til uppáhaldsfrænkunnar (sem hann stakk upp á í morgun að skýra húsið okkar í höfuðið á), þá í Litalanda á Grensásvegi og er nú komin heim með rauða málningu í poka. Gítarleikarinn setti upp dyrabjöllu í gær svo það er allt að gerast. Best að skella sér í málningargallann.....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hvað á að mála rautt :o???
(og hvað á húsið að heita?)
Það er verið að mála gamlan skáp sem á að hýsa Britannicuna sem býr á stofugólfinu. Eva, að sjálfsögðu.
Skrifa ummæli